Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 120

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 120
118 MÚLAÞING Kringskefjur Áttunda apríl 1968 Þegar ég horfði út um gluggann um sexleytið í morgun var vor forni fjandi, hafísinn, að sigla hér inn fjörðinn, var þegar búinn að leggja undir sig fjöruna á Streiti og Núpi og var nú sem óðast að leggja undir sig víkur og voga við Krossland — ísröndin var að færast hægt og hægt fyrir Krosstangann og jakahröngl komið á móts við Krossgerðishöfn. Þegar á daginn leið kom íshrönnin nær og nær og fyllti smám saman bót- ina við Krosstanga, og nú er ísinn landfastur hér inn að Höfn. ísbreiðan er orðin mjög samfelld, en þó er bátum ennþá fært til Djúpa- vogs að sunnan. Esjan hefur verið að sigla suður úr, en var óratíma hér úti fyrir að brjótast í gegnum ísinn, bátur fór í kjölfar hennar. Nú fyrir tveimur dögum sást ísbreiðan við hafsbrún. Og margur horfði á hina gráhvítu veggi, kannski hafa sumir óskað eftir að sjá ísinn. Reyndar lét hann nú sjá sig hér um slóðir fyrir tveimur árum. En ýmsir óska eftir tilbreytingu, og ekki kæmi mér það á óvart þó sumir vildu sjá framan í þann gráa, enda þótt þeir hinir sömu vildu naumast við það kannast. Farið var með skólabörnin á bíl þangað sem ísinn sást vel. Það mun hafa verið þeim mikil tilbreyting. Og flest hefur víst eitthvað til síns ágætis, jafnvel hafísinn þó hann fyrrum væri nefndur landsins forni fjandi og menn óttuðust hann. Og eins er ennþá, að síst er hann öllum þorra manna auð- fúsugestur. Hann hefur samt sína sér- stæðu fegurð. Þó hún sé kaldranaleg birtan sem streymir frá mjallhvítri ísbreiðunni, þá er hún samt sem áður skær og björt, og grænbláir jakar með misjafna lögun mynda ýmsar myndir úti á ísbreiðunni. En betra er að hætta sér ekki út á þetta íshaf, því þá gæti sá hinn sami fengið ónotalegt bað í sjónum og kannski flýtt för sinni yfir í annan heim. En kyrrð og friður ríkir hér í kvöldrökkrinu. Það er blæjalogn svo ekki bærist hár á höfði. í suðri rís dökkur bakki á himininn. Allt er hljótt, og vonandi er að ísbirnir eða önnur óargadýr fylgi ekki með þessari ísbreiðu og rjúfi friðhelgi okkar hinna fáu íbúa sem byggja þessa bæi þar sem ísinn er lagstur að landi. Rósa Gísladóttir. Útmannasveit og fleira um nöfn á Úthéraði Eg hef einstöku sinnum verið spurður hverju það sætti að Eiða- og Hjaltastaðahreppur kölluðust öðru nafni þinghár, en ekki einhverjum náttúrunöfnum eins og aðrar sveitir á Héraði. Við þessu á eg engin fullnað- arsvör, enda hvorki lögfræðingur né
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.