Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 120
118
MÚLAÞING
Kringskefjur
Áttunda apríl 1968
Þegar ég horfði út um gluggann um
sexleytið í morgun var vor forni
fjandi, hafísinn, að sigla hér inn
fjörðinn, var þegar búinn að leggja
undir sig fjöruna á Streiti og Núpi og
var nú sem óðast að leggja undir sig
víkur og voga við Krossland —
ísröndin var að færast hægt og hægt
fyrir Krosstangann og jakahröngl
komið á móts við Krossgerðishöfn.
Þegar á daginn leið kom íshrönnin
nær og nær og fyllti smám saman bót-
ina við Krosstanga, og nú er ísinn
landfastur hér inn að Höfn. ísbreiðan
er orðin mjög samfelld, en þó er
bátum ennþá fært til Djúpa-
vogs að sunnan. Esjan hefur verið að
sigla suður úr, en var óratíma hér úti
fyrir að brjótast í gegnum ísinn, bátur
fór í kjölfar hennar.
Nú fyrir tveimur dögum sást
ísbreiðan við hafsbrún. Og margur
horfði á hina gráhvítu veggi, kannski
hafa sumir óskað eftir að sjá ísinn.
Reyndar lét hann nú sjá sig hér um
slóðir fyrir tveimur árum. En ýmsir
óska eftir tilbreytingu, og ekki kæmi
mér það á óvart þó sumir vildu sjá
framan í þann gráa, enda þótt þeir
hinir sömu vildu naumast við það
kannast.
Farið var með skólabörnin á bíl
þangað sem ísinn sást vel. Það mun
hafa verið þeim mikil tilbreyting. Og
flest hefur víst eitthvað til síns ágætis,
jafnvel hafísinn þó hann fyrrum væri
nefndur landsins forni fjandi og menn
óttuðust hann. Og eins er ennþá, að
síst er hann öllum þorra manna auð-
fúsugestur. Hann hefur samt sína sér-
stæðu fegurð. Þó hún sé kaldranaleg
birtan sem streymir frá mjallhvítri
ísbreiðunni, þá er hún samt sem áður
skær og björt, og grænbláir jakar með
misjafna lögun mynda ýmsar myndir
úti á ísbreiðunni. En betra er að hætta
sér ekki út á þetta íshaf, því þá gæti sá
hinn sami fengið ónotalegt bað í
sjónum og kannski flýtt för sinni yfir í
annan heim.
En kyrrð og friður ríkir hér í
kvöldrökkrinu. Það er blæjalogn svo
ekki bærist hár á höfði. í suðri rís
dökkur bakki á himininn. Allt er
hljótt, og vonandi er að ísbirnir eða
önnur óargadýr fylgi ekki með þessari
ísbreiðu og rjúfi friðhelgi okkar hinna
fáu íbúa sem byggja þessa bæi þar sem
ísinn er lagstur að landi.
Rósa Gísladóttir.
Útmannasveit
og fleira um nöfn á Úthéraði
Eg hef einstöku sinnum verið
spurður hverju það sætti að Eiða- og
Hjaltastaðahreppur kölluðust öðru
nafni þinghár, en ekki einhverjum
náttúrunöfnum eins og aðrar sveitir á
Héraði. Við þessu á eg engin fullnað-
arsvör, enda hvorki lögfræðingur né