Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 111
MÚLAÞING
109
Gudmundr Þorsteinsson.“ 10. nóvember 1398 er síra Guðmundur
staddur á Bessastöðum í Fljótsdal86. Pá selur Ólafur Jónsson síra Guð-
mundi Bessastaði í Fljótsdal fyrir Torfastaði í Vopnafirði.
í grein þeirri sem ég skrifaði í 11. b. Múlaþings87 setti ég fram þá til-
gátu að Ólafur hafi verið tengdasonur síra Guðmundar, en kona Ólafs
er nefnd Ingunn í kaupbréfinu. Þessi hugmynd fær nokkurn stuðning
í næsta bréfi sem getur síra Guðmundar, en 17. október 1405 á Val-
þjófsstöðum í Fljótsdal88 er gert kaupmálabréf Sigríðar Guðmunds-
dóttur, dóttur síra Guðmundar, og Arnodds Brandssonar, sem er
óþekktur og virðist eignalaus. Síra Guðmundur „kiöri Sigridi dottur
sina malakonu i gard arnodds brandssonar og gaf henni lx c j sina
heimanfylgiu med þessum, fridleika jordina a Vidivöllum hinum ytri j
fliotsdal.“ í Vilchinsmáldaga er Ólafs Jónssonar getið sem staðarhald-
ara á Víðivöllum ytri89. Vilchinsmáldagi ber það með sér að síra Guð-
mundur er prestur á Valþjófsstöðum í Fljótsdal þegar máldaginn er
gerður 139790.
Nýi annáll segir frá því árið 140991: „vard radsmanna skipte vm havs-
tid j Skalhollte. liet sera Oddur laust. enn sera Gudmvndur Þorsteins-
son tok með circa festvm Michaelis. enn hann liet af radvm j iolum.
næsta vetur eptir med bodi Ions byskups. tok sera Vigfus vid radvm
Þorbjarnason. þotte monnum þessi rada breytni kenna mickillar ostad-
festi byskupsins vegna þui eingin skulld var sera Gudmundi gefin opin-
berliga utan god.“
Síra Guðmundar getur seinast þegar Hermundur Árnason selur
Teiti Gunnlaugssyni Þórólfsdal í Lóni fyrir hálft Skálafell og hálfan
Sævarenda í Fellshverfi. Hermundur hefur það eftir föður sínum sem
„hafdi heyrt af sira gudmundi þosteinssyni. at dalur ætti jord alla ofan
at þiodgautunum fyrer nordan uada“92.
Þau brot, sem til eru í heimildum um síra Guðmund Þorsteinsson
sýna svo ekki verður um villst að hann hefur verið í hópi helstu höfð-
ingja íslenskra. Jafnframt er ljóst að hann hefur átt eignir um allt Aust-
urland og suður í Skaftafellssýslu.
Dóttir síra Guðmundar var örugglega Sigríður kona Arnodds
Brandssonar. Um þau hjón er ekkert vitað meira. Síra Guttormur
Arnoddsson kemur við bréf um miðja 15. öld93. Hann gæti hafa verið
sonur Arnodds Brandssonar og Sigríðar. Víðivellir ytri, sem Sigríður
fékk í heimanfylgju, virðast komnir í eigu Hallsteins Þorsteinssonar
þann 23. mars 1467, en þá er á Víðivöllum ytri borið vitni um landa-
merki Víðivalla94. Hallsteinn giftist síðar Sesselju Þorsteinsdóttur