Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 111

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 111
MÚLAÞING 109 Gudmundr Þorsteinsson.“ 10. nóvember 1398 er síra Guðmundur staddur á Bessastöðum í Fljótsdal86. Pá selur Ólafur Jónsson síra Guð- mundi Bessastaði í Fljótsdal fyrir Torfastaði í Vopnafirði. í grein þeirri sem ég skrifaði í 11. b. Múlaþings87 setti ég fram þá til- gátu að Ólafur hafi verið tengdasonur síra Guðmundar, en kona Ólafs er nefnd Ingunn í kaupbréfinu. Þessi hugmynd fær nokkurn stuðning í næsta bréfi sem getur síra Guðmundar, en 17. október 1405 á Val- þjófsstöðum í Fljótsdal88 er gert kaupmálabréf Sigríðar Guðmunds- dóttur, dóttur síra Guðmundar, og Arnodds Brandssonar, sem er óþekktur og virðist eignalaus. Síra Guðmundur „kiöri Sigridi dottur sina malakonu i gard arnodds brandssonar og gaf henni lx c j sina heimanfylgiu med þessum, fridleika jordina a Vidivöllum hinum ytri j fliotsdal.“ í Vilchinsmáldaga er Ólafs Jónssonar getið sem staðarhald- ara á Víðivöllum ytri89. Vilchinsmáldagi ber það með sér að síra Guð- mundur er prestur á Valþjófsstöðum í Fljótsdal þegar máldaginn er gerður 139790. Nýi annáll segir frá því árið 140991: „vard radsmanna skipte vm havs- tid j Skalhollte. liet sera Oddur laust. enn sera Gudmvndur Þorsteins- son tok með circa festvm Michaelis. enn hann liet af radvm j iolum. næsta vetur eptir med bodi Ions byskups. tok sera Vigfus vid radvm Þorbjarnason. þotte monnum þessi rada breytni kenna mickillar ostad- festi byskupsins vegna þui eingin skulld var sera Gudmundi gefin opin- berliga utan god.“ Síra Guðmundar getur seinast þegar Hermundur Árnason selur Teiti Gunnlaugssyni Þórólfsdal í Lóni fyrir hálft Skálafell og hálfan Sævarenda í Fellshverfi. Hermundur hefur það eftir föður sínum sem „hafdi heyrt af sira gudmundi þosteinssyni. at dalur ætti jord alla ofan at þiodgautunum fyrer nordan uada“92. Þau brot, sem til eru í heimildum um síra Guðmund Þorsteinsson sýna svo ekki verður um villst að hann hefur verið í hópi helstu höfð- ingja íslenskra. Jafnframt er ljóst að hann hefur átt eignir um allt Aust- urland og suður í Skaftafellssýslu. Dóttir síra Guðmundar var örugglega Sigríður kona Arnodds Brandssonar. Um þau hjón er ekkert vitað meira. Síra Guttormur Arnoddsson kemur við bréf um miðja 15. öld93. Hann gæti hafa verið sonur Arnodds Brandssonar og Sigríðar. Víðivellir ytri, sem Sigríður fékk í heimanfylgju, virðast komnir í eigu Hallsteins Þorsteinssonar þann 23. mars 1467, en þá er á Víðivöllum ytri borið vitni um landa- merki Víðivalla94. Hallsteinn giftist síðar Sesselju Þorsteinsdóttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.