Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 80
78 MÚLAÞING Grímur Laxdal var glæsilegur á velli, glaðlegur í viðmóti og mjög gestrisinn. Hændi hann því viðskiptamenn að versluninni og mátti heita að allir, sem ekki voru fjötraðir í skuldahlekkjum Örum og Wulffs, flyttu viðskipti sín í Efri-Verslunina eins og hún var nefnd. Um þessar mundir tók Ólafur Davíðsson að útvega bændum veð- deildarlán út á jarðir sínar. Gekk hann svo rösklega fram að það mátti furðulegt heita hve há lán bændur fengu miðað við peningagengi þess tíma. Venjulega rann hver eyrir af láninu í verslun Örum og Wulffs, en nú voru bændur frjálsir menn og fluttu um leið verslun sína til Zöllners og þóttust úr heljargreipum sloppið hafa. Verslun Örum og Wulffs hnignaði nú óðum, en að sama skapi efldist Zöllners verslun, en eftir því sem árin liðu dvínaði keppnin á milli þessara verslana og vöruverð fór að verða líkt hjá báðum. Eftir 1910 fara bændur í Vopnafirði að rétta við og 1914, í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar, er hagur manna orðinn betri. Eins og áður er frá sagt leystist pöntunarfélagið upp eftir aldamótin, en þó mun ein- lægt hafa lifað von hjá bændum um að eignast sína eigin verslun í ann- arri mynd. Þegar séð varð á stríðsárunum, að Örum og Wulff myndi verða að gefast upp og hætta, þar eð viðskipti voru að mestu horfin, þá vaknar strax áhugi hjá bændum að reyna að ná þessum eignum. Mörg harðindaár höfðu að vísu herjað sveitina frá því um aldamót, en samt sem áður litu menn nú bjartari augum á framtíðina. Það hækkaði brúnin á bændum þegar það fréttist sumafið 1918, að Örum og Wulff vildi nú selja allar eignir sínar á Vopnafirði. Jafnframt fréttist að kaup- andi mundi vera fenginn að eignunum, en samkvæmt íslenskum lögum átti hreppurinn forkaupsrétt að öllum fasteignunum. Að því kom að umboðsmaður Örum og Wulffs, hér á landi, Stefán Guðmundsson á Fáskrúðsfirði, bauð hreppnum jörðina Austur-Skálanes ásamt öllum fasteignum verslunarfélags Örum og Wulffs í Vopnafjarðarkauptúni fyrir fimmtíu og fimm þúsund krónur. Á hreppsnefndarfundi, sem haldinn var nokkru seinna, samþykkti hreppsnefndin að kaupa allar þessar eignir. IV. Kaupfélagið Þegar oddviti Vopnafjarðarhrepps, Jörgen Sigfússon bóndi í Krossavík, tilkynnti Stefáni Guðmundssyni i síma, að hreppurinn hefði ákveðið að kaupa allar fasteignir Örum og Wulffs á Vöpnafirði, fyrir umtalað verð 55.000.- kr., þá varð Stefáni að orði, að sér þætti vopnfirskir bændur bjartsýnir, en þetta er það mesta happaspor sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.