Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 82
80
MÚLAÞING
Á þessum fundi kom fram ákveðinn vilji allra fundarmanna að
kaupa öll verslunarhús áður tilheyrandi Örum og Wulff af hreppnum
og stofna kaupfélag. Nokkra undrun vakti tillaga Árna Jónssonar hjá
Sameinuðu ísl. versluninni. Var augljóst að hann vildi komast í þessa
nefnd, þar sem Árni var verslunarstjóri hjá þeirri verslun, sem mundi
verða aðalkeppinautur væntanlegs kaupfélags. Litu margir svo á, að
hann myndi hafa tilhneigingu til að setja fótinn fyrir stofnun kaupfé-
lagsins. Ekki mun það þó hafa verið hugsun þessa mæta manns, heldur
mun það hafa vakað fyrir honum, að komast þar að til forystu og feta
í fótspor föður síns og gerast einn af forvígismönnum samvinnuhreyf-
ingarinnar, eða þannig er af mörgum kunnugum litið á málið nú.
Undirbúningsnefndin samdi uppkast að lögum fyrir félagið í sam-
ræmi við lög eldri samvinnufélaga og boðaði síðan til stofnfundar á
Vopnafirði mánudaginn 16. 12. 1918. Fundur þessi var afar fjölmenn-
ur. Ólafur Methúsalemsson setti fundinn, skýrði tilgang hans og nefndi
fundarstjóra Jörgen Sigfússon og ritara Steindór Kristjánsson. Erindi
um félagsmál fluttu þeir Einar Jónsson prófastur á Hofi og Ingólfur
Eyjólfsson.
Lesið var uppkast að félagslögum fyrir Kaupfélag Vopnfirðinga
skammstafað: K.V.V. Þau síðan rædd mjög ítarlega. Ýmsar breyt-
ingar gerðar, en lögin síðan samþykkt í einu hljóði. Þá var kosin stjórn
og hlutu þessir kosningu: Ólafur Methúsalemsson formaður, og með-
stjórnendur Víglundur Helgason á Haugsstöðum og Gunnar H. Gunn-
arsson á Ljótsstöðum. Fulltrúakosning fór einnig fram og voru þessir
fulltrúar kosnir fyrir hverja átta félaga:
1. Steindór Kristjánsson, Syðri-Vík,
2. Björn V. Methúsalemsson, Svínabökkum,
3. Ásbjörn Stefánsson, Guðmundarstöðum,
4. Ingólfur Eyjólfsson, Þorbrandsstöðum,
5. Methúsalem Methúsalemsson, Burstafelli,
6. Gunnlaugur Sigvaldason, Vopnafirði,
7. Pétur Ólafsson, Vakursstöðum,
8. Sigurður Þorsteinsson, Hróaldsstöðum,
9. Guðjón Jósefsson, Strandhöfn.
Þá var talað um húsakaup félagsins o.fl. Á þessum fundi gengu 70
manns í félagið, flest bændur. Margir tóku til máls og var fundurinn að
öllu leyti hinn ánægjulegasti.
Gunnar Sigmarsson skráði eftir handriti höf.