Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 64

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 64
62 MÚLAÞING ingu valdsins eins og fyrr greinir. Samkvæmt þeim skal Alþingi fara með löggjafarvaldið, forsetinn með framkvæmdavaldið og sérstakir dómstólar með dómsvaldið. Gert var ráð fyrir að bæði forseti og Alþingi gætu haft frumkvæði að lagasetningu, þótt löggjafarvaldið væri óskipt hjá Alþingi. Hvað fjárlög áhrærir gerðu tillögurnar ráð fyrir að forseta væri skylt að leggja þau fyrir Alþingi og eins átti hann einn að geta átt frumkvæði að bráðabirgðalögum. Þrátt fyrir tiltöluiega glögga verkaskiptingu handhafa framkvæmda- valds og löggjafarvalds gera tillögurnar ráð fyrir að hlutverk valdhafa þessara snertist í ótal mörgum tilvikum. Fyrirsjáanleg eru þess vegna ágreiningsefni og því eru settar fram hugmyndir um málsskot. Máls- skotsréttinn hafa hvor um sig: forseti og Alþingi. Með málsskoti er átt við að ágreiningsefni þessara valdhafa sé vísað til þjóðarinnar og efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðkomandi mál. Eftir að þessar hugmyndir fjórðungsþinganna komu fram átti sér stað allvíðtæk umræða um þær. Blöð kynntu tillögurnar og stofnanir stjórnmálaflokka fjölluðu um þær. Fjórðungsþingin gerðu það að til- lögu sinni að haldið yrði sérstakt stjórnlagaþing um íslensku stjórn- arskrána og nauðsynlegar breytingar á henni, en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn á meðal alþingismanna. Þó svo að tillögurnar um stjórnkerfisbreytingarnar vektu umtal var reyndin sú að stjórnmálamenn og aðrir í áhrifastöðum, sem um þær fjölluðu, snerust gegn þeim. Ýmsir lýstu því þó yfir að tillögurnar væru góðra gjalda verðar, en of róttækar til þess að hægt yrði að styðja fram- gang þeirra. Einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum þjóðarinnar, Jónas Jónsson frá Hriflu, mun hafa látið hafa eftir sér að tillögurnar væru 30 árum á undan tímanum. Viðbrögð áhrifamanna í þjóðfélaginu við stjórnskipunarhug- myndum Austfirðinga og Norðlendinga ollu miklum vonbrigðum á meðal forsvarsmanna fjórðungsþinganna. Upp úr 1950 dofnaði mjög umræðan á þingunum um fylkisstjórnir og aðrar breytingar á stjórn- arskránni og virtist engu líkara en menn hefðu gefist upp á að berjast fyrir þessu þjóðþrifamáli. Um leið og áherslan á stjórnskipunarum- ræðuna minnkaði hjá Fjórðungsþingi Austfirðinga jókst umfjöllun um almenn hagsmunamál fjórðungsins eins og atvinnumál, raforkumál, samgöngumál o.fl. Árið 1959 var gerð breyting á kjördæmaskipaninni í landinu og þá kviknuðu aftur umræður um stjórnkerfisbreytingar. Landinu var skipt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.