Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 41
MÚLAÞING
39
Bessasteinn á Skriðuklaustri (15. 6. 1988), sem Bessi sparkaði af hlaðinu á Bessastöðum
þangað sem hann var heygður.
Þeim sem að tilhlutan sýslumannsins sál. G. Péturssonar hauginn brutu, varð
samt ekki til hlítar ágengt í þeim starfa, því þá þeir brotið höfðu hérumbil 2 al.
af þrísettri hleðslu af grjóti og torfi, á skakk ofanávið inní hauginn, fór gröfin
að fyllast af vatni, hvörju þeir héldu ollandi kynngi haugbúans, og gáfu því tapt
við svo búið, en um nóttina eftir dreymdi 2 af þeim, er að starfanum unnið
höfðu, haugbúann til sín koma og segja: að ekki hefði gröfin af sínum völdum
fyllst af vatninu, heldur hefði það vatn komið úr ánni - er þá var í vexti, og
rennur hérum 6 faðma fyrir sunnan hauginn, - þar hjá kvað hann þeim ónýtt
vera í hauginn að grafa, þar hann fyrir löngu brotinn og rændur væri, þessvegna
nú alls ekkert að finna, utan járnbrot svo sem kvartels langt, er hann sýndi þeim
norðaustantil í haugnum. Báða mennina er sagt dreymt hafi á sömu leið,-
Næst getur Bessahaugs í örnefnaritgerð Sigurðar Gunnarssonar á
Hallormsstað 1886 (15) en þar ritar hann:
„Bessastaðir er enn bær, inn og vestur af Lagarfljótsbotni, undir vesturhlíð í
Fljótsdal. Þar er hóll niður á túninu, sem nefndur er Bessahaugur. Þar er mælt
að Spakbessi sé heygður, en ekki sýnist hólbrot það samt vera líkt fornmanns-
haugi. Þorgerðarþúfa heitir og í Bessastaðatúni. Þar undir á kona Bessa að vera
leidd.“
Bæði Kristian Kaalund (1882) (12) og Daniel Bruun (1901) (3) geta