Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 73
MÚLAÞING
71
Um 1662 er nokkrum stórmennum í Kaupmannahöfn veitt einka-
leyfi til verslunar á íslandi næstu 20 ár. Landinu var skipt í 4 verslun-
arumdæmi. Hófst nú hin illræmda umdæmaskipun, þar sem tekið er
sérstaklega fram, að enginn megi versla utan þess umdæmis, sem hann
er búsettur í, og enginn kaupmaður megi versla utan þessara sömu
marka.
Kaupmenn þeir sem rétt fengu til verslunar á Vopnafirði hétu Hans
Clausen og Find Nielsen. Af öllum þeim kaupmönnum sem versluðu
við ísland þótti Hans Clausen langmerkastur, en hann dó 1667, þá tók
Hans Clausen yngri við, hann þótti dugandi maður. Find Nielsen dó
fyrsta árið, sem hann starfaði hér eða 1663.
Kaupmenn þessir reyndust mjög misjafnlega, en þó munu Hans
Clausen feðgarnir hafa reynst með þeim bestu, þar sem þeir höfðu nóg
fjárráð, framsýni og dugnað til að bera. Að öðru leyti verður ekkert
sagt um þessa verslun við Vopnafjörð. Verslun þessi stóð út leigutím-
ann eða til 1683. Konungur lætur nú bjóða allar hafnir á íslandi upp á
opinberu uppboði til verslunar næstu 6 árin. Voru tvær og tvær hafnir
boðnar upp saman. Á þennan hátt fékk konungur næstum helmingi
hærra afgjald eftir hafnirnar en áður, eða alls 7380 rd., en þar með er
ekki öll sagan sögð. Reyndist þetta því ver, þar sem umdæmin höfðu
nú minnkað að mun, en enginn bóndi mátti versla utan síns umdæmis
að viðlagðri þyngstu refsingu og eignamissi.
Nú var það svo, að dönsku stjórninni hafði láðst að greina svo skýrt
takmörk verslunarumdæmanna, að eigi yrði um deild. Sömuleiðis áttu
sumir bændur skemmra að sækja til verslunar í því umdæmi, sem þeir
áttu ekki heima í, og skeyttu þá stundum ekki um settar reglur. Út af
þessu varð oft hinn mesti ágreiningur og rekistefna milli kaupmanna,
t.d. áttu bændur í Svalbarðs- og Sauðanesþinghám að versla í Húsa-
víkurumdæmi, þó að þeir ættu skemmra og auðsóttara til Vopnafjarð-
ar. Sumir bændur á þessum slóðum versluðu við Vopnafjörð þrátt fyrir
allt bann. Þá reis upp ágreiningur milli kaupmanna út af þessum
málum. Ágreiningur þessi jafnaðist þó 1691 á þann hátt að öllum
bændum úr Svalbarðs- og Sauðanesþinghám var leyft að versla á
Vopnafirði, gegn því að Húsavíkurkaupmanni skyldi heimilt að leita
hafnar á Vopnafirði, ef ís hamlaði siglingum til Norðurlands, og reka
verslun þaðan við bændur í sínu umdæmi. Þannig jöfnuðu kaupmenn
venjulega ágreiningsmál sín án dóms og laga. Öðru máli gegndi þegar'
bændur áttu í hlut, þá var lögunum beitt hlífðarlaust og bændur