Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 10

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 10
8 MÚLAÞING Honum varð litið út og niður að brúnni og sér þá gangandi mann á austurleið norðan til á brúnni. Lítur hann af manni þessum litla stund, énda var þetta ekki nýstárleg sjón. En er hann lítur aftur eftir þessum gangandi manni sér hann engan mann, en staðhæfði að hann hefði ekki haft tíma til að vera kominn austur af brúnni meðan hann leit af honum. Faðir minn, Gísli í Skógargerði, segir svo frá: „Þennan vetur var Einar Eiríksson, fyrr bóndi og hreppstjóri á Ei- ríksstöðum á Jökuldal, á Hafrafelli að mestu hjá frænda sínum og vini Runólfi Bjarnasyni til þess að teikna og móta íbúðarhús, sem Runólfur hugðist þá reisa á eignarjörð sinni. Einar er á Hafrafelli þegar Magnús hverfur. Hann fær sér þegar hest og ríður út með Fljóti frá brúnni og kemur hér (að Skógargerði) um síðir, en hefir hvergi séð eyfi af Magn- úsi og telur ástæðulaust að fara lengra. Við Einar áttum langt samtai um atburð þennan. Hann taldi með öllu óhugsandi að Magnús hefði farið viljandi í Fljótið. Til þess var hann ævinlega of bjartsýnn og lífs- glaður, ánægður með allt og alla, sjálfan sig og aðra, sagði hann, og mátti manna best þekkja Magnús. Bæði hafði hann þekkt Magnús hér í Fellum, því Einar var uppalinn á Hafrafelli, líka höfðu þeir verið sveitungar á Jökuldal.“ Nú skal ekki frekar rætt um afgang Magnúsar, hvernig hann hefir borið að, enda verður aldrei úr því skorið með neinni vissu. Það er vitað að Magnús lenti í Fljótið af brúnni, en með hvaða hætti veit enginn. Heldur nú frásögn föður míns áfram: „Nú líður fram á vorið 1922. Magnús hefir ekki fundist, enda mun lítið hafa verið leitað. Þá er það morgun einn á sauðburði síðla í maí að eg kem út árla dags. Sé eg þá líkt og flúð nokkra nærri eyrum við Fljótið hér niður af bænum, sem ég kannaðist ekki við. Mér kom Magnús strax í hug. Eg þurfti eitthvað að snúast við lambær í bili, það þurfti að öllu að gæta, ær gátu hengt lömb í burðarlið o.fl., en Magnús var dauður, hvort sem hann var þarna eða ekki. Að starfi mínu loknu við ærnar gáði eg strax að þessu rekaldi við eyrarnar. Suðaustan gustur var á og hláka. Fljótið vaxandi, enda hafði nú rekaldið færst nær landi, svo að auðvelt var að athuga þetta. Sé eg strax að þarna er lík Magn- úsar, dreg það á þurrt. Þá voru hér heima aðeins börnin ung, þau ekki til aflrauna lagin, en hins vegar góð til snúninga. Eg sendi nú eitt þeirra til míns góða granna, Jóns Ólafssonar á Urriðavatni, og bað hann að koma mér til hjálpar og búa um líkið og flytja það heim. Jón brást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.