Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 40

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 40
38 MÚLAÞING Þórlaug í Fljótsdælu, giftist Helga Ásbjarnarsyni, Hrafnkelssonar Freysgoða, og má skilja á Fljótsdælu, að það gjaforð hafi orðið undir- rótin að fjandskap þeirra nafnanna. Droplaug (Þórlaug) fórst með föruneyti sínu niður um ís í Þrælavík við Ormsstaði í Skógum, þar sem þau Helgi bjuggu. Sigfús Sigfússon þjóðsagnameistari hefur samið þátt af Spak-Bersa, og styðst þar við fornsögur og þjóðsögur á Héraði. Telur hann að þessar þjóðsögur hafi upphaflega tilheyrt Fljótsdæla sögu, og hafi sagan þá haft aðra byrjun og verið lengri en nú. Þátturinn er í 9. bindi 1. útg. af Þjóðsögunum (6. bindi 2. útg.). (14). Sigfús telur, að Bersi hafi að lokum tekið kristna trú og kastað goðum sínum í Bessastaðaána, en lifði þó ekki að kirkjur væru reistar í Fljótsdal. Ennfremur segir svo í þættinum: „Er það sveitarsögn, að er hann vissi sig skammt eiga ólifað, þá hafi hann fært að stein einn kringlóttan, vatnsnúinn og sléttan á yfirborði, nær því hnöttóttan. Honum renndi hann niður grundina frá bænum, og bað heygja sig látinn, þar sem steinninn stanzaði. Hann stanzaði á árbakkanum. Skömmu síðar lézt Spak- Bessi og var heygður. Er haugur sá hár og toppmyndaður." Steinninn, sem Bersi renndi, er síðar kallaður Bessasteinn og er hann nú á Skriðuklaustri, lengi notaður þar sem aflraunasteinn, ásamt öðrum stærri. Dálítil laut er í steininn á einum stað, og er sagt að það sé far eftir fót Bersa, er hann sparn steininum niður völlinn. (8, 14). Elsta heimild um Bessahaug, sem ég þekki, er í fornminjaskýrslu séra Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað, sem dagsett er 20. sept. 1821 og birt í Frásögnum um fornaldarleifar 1. bindi, bls. 34-39 (17). Þar segir um hauginn: „Bessahaugur, hvörr orpinn skal vera yfir Bessa landnámsmann, er bjó á Bessastöðum í Fljótsdal. Munnmæli fólks er, að þegar Bessi, hniginn á efri aldur, kom eitt sinn á fætur undir hádegi og gekk út á hlaðið, hafi orðið fyrir honum stór steinn á hlaðinu, hvörjum hann kastað hafi undir sólu af fæti sér, og undir eins svo fyrir mælt, að hann heygður yrði, þar steinninn staðar nymdi. (Síðan er lýsing á steininum, sem hér er sleppt). Hvörnig sköpulag haugs þessa í öndverðu verið hafi, verður nú ekki með vissu sagt, bæði þessvegna, að eftir fyrirmælum sýslumanns sál. G. Péturssonar var grafið í hauginn, að suðaustanverðu, og honum þar nokkuð rótað um, sem og líka hins, að þeim er þá í hann grófu, þókti auðsjáanlega, að fyrrum - á að gjetska í Sturlunga tíð,- hefði haugurinn brotinn verið að ofanverðu, en af hans öndverðliga sköpulagi að norðaustanverðu, er hann ennþá heldur, er að sjá, að hann í lögun verið hafi, sem spilkomma á hvolfi, á hæð 2Vi al. og þvermál hans við jörðu hérumbil 3 faðmar,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.