Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 40
38
MÚLAÞING
Þórlaug í Fljótsdælu, giftist Helga Ásbjarnarsyni, Hrafnkelssonar
Freysgoða, og má skilja á Fljótsdælu, að það gjaforð hafi orðið undir-
rótin að fjandskap þeirra nafnanna. Droplaug (Þórlaug) fórst með
föruneyti sínu niður um ís í Þrælavík við Ormsstaði í Skógum, þar sem
þau Helgi bjuggu.
Sigfús Sigfússon þjóðsagnameistari hefur samið þátt af Spak-Bersa,
og styðst þar við fornsögur og þjóðsögur á Héraði. Telur hann að
þessar þjóðsögur hafi upphaflega tilheyrt Fljótsdæla sögu, og hafi
sagan þá haft aðra byrjun og verið lengri en nú. Þátturinn er í 9. bindi
1. útg. af Þjóðsögunum (6. bindi 2. útg.). (14).
Sigfús telur, að Bersi hafi að lokum tekið kristna trú og kastað
goðum sínum í Bessastaðaána, en lifði þó ekki að kirkjur væru reistar
í Fljótsdal. Ennfremur segir svo í þættinum:
„Er það sveitarsögn, að er hann vissi sig skammt eiga ólifað, þá hafi hann fært
að stein einn kringlóttan, vatnsnúinn og sléttan á yfirborði, nær því hnöttóttan.
Honum renndi hann niður grundina frá bænum, og bað heygja sig látinn, þar
sem steinninn stanzaði. Hann stanzaði á árbakkanum. Skömmu síðar lézt Spak-
Bessi og var heygður. Er haugur sá hár og toppmyndaður."
Steinninn, sem Bersi renndi, er síðar kallaður Bessasteinn og er
hann nú á Skriðuklaustri, lengi notaður þar sem aflraunasteinn, ásamt
öðrum stærri. Dálítil laut er í steininn á einum stað, og er sagt að það
sé far eftir fót Bersa, er hann sparn steininum niður völlinn. (8, 14).
Elsta heimild um Bessahaug, sem ég þekki, er í fornminjaskýrslu
séra Vigfúsar Ormssonar á Valþjófsstað, sem dagsett er 20. sept. 1821
og birt í Frásögnum um fornaldarleifar 1. bindi, bls. 34-39 (17). Þar
segir um hauginn:
„Bessahaugur, hvörr orpinn skal vera yfir Bessa landnámsmann, er bjó á
Bessastöðum í Fljótsdal. Munnmæli fólks er, að þegar Bessi, hniginn á efri
aldur, kom eitt sinn á fætur undir hádegi og gekk út á hlaðið, hafi orðið fyrir
honum stór steinn á hlaðinu, hvörjum hann kastað hafi undir sólu af fæti sér, og
undir eins svo fyrir mælt, að hann heygður yrði, þar steinninn staðar nymdi.
(Síðan er lýsing á steininum, sem hér er sleppt).
Hvörnig sköpulag haugs þessa í öndverðu verið hafi, verður nú ekki með
vissu sagt, bæði þessvegna, að eftir fyrirmælum sýslumanns sál. G. Péturssonar
var grafið í hauginn, að suðaustanverðu, og honum þar nokkuð rótað um, sem
og líka hins, að þeim er þá í hann grófu, þókti auðsjáanlega, að fyrrum - á að
gjetska í Sturlunga tíð,- hefði haugurinn brotinn verið að ofanverðu, en af hans
öndverðliga sköpulagi að norðaustanverðu, er hann ennþá heldur, er að sjá, að
hann í lögun verið hafi, sem spilkomma á hvolfi, á hæð 2Vi al. og þvermál hans
við jörðu hérumbil 3 faðmar,-