Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 113

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 113
MÚLAÞING 111 Síra Jón hefur verið prestur næst á undan síra Sturlu Ormssyni og verið orðinn prestur á Valþjófstöðum um 1360. í ártíðaskrá sem talin er komin frá Eyri í Skutulsfirði getur andláts „jons prests olafssonar“98 við 8.maí. í skránni er getið ártíða ýmissa Vestlendinga af Skarðsætt, en á annarri skrá sem líka er talin frá Eyri eru ártíðir Eyfirðinga. Ekkert er sem sannar að síra Jón á Valþjófs- stöðum sé sá sami og í ártíðaskránni, en þeir eru uppi um svipað leyti og gætu sem best verið sami maður. Lengra er ekki ástæða að fara í vangaveltum um uppruna Ólafs Jónssonar. Þeir bræður, síra Páll, síra Guðmundur og Ormur, eru augljóslega af austfirskum stóreignamönnum komnir og hafa í fórum sínum stóran hluta þeirra eigna sem voru undirstaða eigna Svínfellinga á 13. öld, hinn hluta eignanna er að finna í eigu Eiða-Páls Þorvarðarsonar. Tím- ans vegna gætu þeir verið bræðrasynir Eiða-Páll og þeir Þorsteinssynir. Líkur eru á að faðir Eiða-Páls hafi verið Þorvarður Pálsson, sem vitnað er til í vitnisburði um rekamörk milli Húseyjarsands og Sleð- brjótssands fyrir Héraðsflóa99. Vitnisburðurinn er tekinn af síra Páli Þorsteinssyni. Þá er það víst að það er faðir Eiða-Páls sem getið er í Eiðamáldaga Vilchins100. Þá er það líklega sami maður sem Vallanes- ártíðaskrá segir að hafi dáið 3. mars101. Útgefandi ártíðaskránna getur þess til, að Ragnhildur Karlsdóttir, sem Vallanesártíðaskrá segir að hafi dáið 21. september102, hafi verið móðir Eiða-Páls, kona Þorvarð- ar. Ef sú tilgáta er rétt liggur beint við að telja Ragnhildi dóttur Karls Arnórssonar, sem búið hefur á Eiðum næst á undan Þorvarði Pálssyni. Ég tel líklegt að Ragnhildur hafi borið nafn Ragnhildar seinni konu Þorvarðar Þórarinssonar og að Karlsnafnið, sem var fátítt á íslandi en algengara í Noregi og Svíþjóð, hafi verið úr ætt Ragnhildar sem var norsk að uppruna. Karl Arnórsson hefur verið af ætt Þorvarðar Þórarinssonar og Ragn- hildar frá Hvoli. Karl gæti verið barnabarn þeirra fæddur á fyrstu árum fjórtándu aldar. í máldaga Hoffellskirkju, sem talinn er frá 1343103, segir: „Mariu- kirkia j hofsfelli a halt heimaland med ollum gognum oc giædum. utan pall bondi a þar j omagavist er hann keypti af magnusi bonda i skal firir xij c“. Þessir góðbændur eru ekki kunnir af öðrum viðskiptum en þeim sem hér er getið. Máldaginn getur verið eldri en frá 1343, en tæpast yngri. Mér þykir sennilegt að Páll í Hoffelli sé faðir Þorvarðar á Eiðum og. að annar sonur hans hafi heitið Þorsteinn faðir síra Páls og þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.