Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 34
32
MÚLAÞING
Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað, segir í ritgerð sinni um
örnefni í Austfirðingasögum (15, bls. 459): „Enn er sýndur haugur
Arnheiðar,“ en skýrir ekki nánar frá honum.
í Þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar, 9. bindi, bls. 32, er
þessi neðanmálsgrein í sambandi við söguna af Árnasteini (sjá síðar):
„Skyldi hér eigi hafa verið sett nafn grafarans á haugbúann, og hér sé að ræða
um dys Arnheiðar, þótt sögurnar segi hana hafa verið heygða fyrir ofan garð og
utan. Engin munnmæli ákveða fast um haug hennar. Sumir segja hann hæð
nokkra utar frá Arnheiðarstöðum. En þar sjást engin merki“.(14)
í örnefnaskrá Arnheiðarstaða er ritað: „Fremst á Leirunni, rétt ofan
við Einbúa, er Arnheiðarmelur.“
Þessi melhóll er sporöskjulaga að ummáli, um 5 m á hæð, stráður
grjóti af ýmsum stærðum og fremur lítið gróinn. Hann er nú
umkringdur túni (nýrækt), en áður var þarna blaut mýri (leira). Ein-
búinn er stakur klettur á svonefndu Sandskeiði, fyrir utan bæinn, og
liggur þjóðvegurinn rétt fyrir neðan hann. Frá veginum séð er melur-
inn lítið áberandi, enda er Einbúinn þar á milli. Ekki sést að grafið hafi
verið í Arnheiðarmel, og engar eru þar steinhleðslur eða annað sem
bendir til haugs eða dysjar, eins og Sigfús tekur fram. Samt er þessi
melhóll líklega sá staður, sem menn hafa trúað frá fornu fari, að Arn-
heiður væri grafin í.
Droplaugarmelur, Arnheiðarstöðum.
Svo kallast (skv. örnefnaskránni) klapparholt stuttu utar á Leirunni,
sem nú er líka komið inn í túnið. Þetta er aflöng, ávöl, jökulslípuð
klöpp, aðeins 2-3 m á hæð. Á henni liggja nú nokkrir allstórir steinar
í þéttri þyrpingu, líkt og þeim hafi verið raðað þar upp, og ofan á miðri
steinahrúgunni er dálítið blásin jarðvegstorfa. í rauninni líkist þetta
kumli, og getur villt fyrir manni, því að af því hef ég sannar fregnir, að
grjótinu og torfunni hafi verið ýtt upp á klöppina þegar nýræktin var
gerð þarna fyrir um 30-40 árum. (Ekki vildi ýtumaðurinn þó viður-
kenna, að með þessu hefði hann verið að minnast Droplaugar gömlu,
enda vissi hann víst ekki um örnefnið).
Eins og Arnheiður, er Droplaug mismunandi ættfærð í sögunum. 1
Fljótsdælu er hún sögð vera dóttir Arnheiðar Helgadottur og Björgólfs
jarls, sem fyrr getur, en í Droplaugarsona sögu er hún talin vera Þor-
grímsdóttir, frá Giljum á Jökuldal, og því ekkert skyld Arnheiði. í