Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 34

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 34
32 MÚLAÞING Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað, segir í ritgerð sinni um örnefni í Austfirðingasögum (15, bls. 459): „Enn er sýndur haugur Arnheiðar,“ en skýrir ekki nánar frá honum. í Þjóðsögum og sögnum Sigfúsar Sigfússonar, 9. bindi, bls. 32, er þessi neðanmálsgrein í sambandi við söguna af Árnasteini (sjá síðar): „Skyldi hér eigi hafa verið sett nafn grafarans á haugbúann, og hér sé að ræða um dys Arnheiðar, þótt sögurnar segi hana hafa verið heygða fyrir ofan garð og utan. Engin munnmæli ákveða fast um haug hennar. Sumir segja hann hæð nokkra utar frá Arnheiðarstöðum. En þar sjást engin merki“.(14) í örnefnaskrá Arnheiðarstaða er ritað: „Fremst á Leirunni, rétt ofan við Einbúa, er Arnheiðarmelur.“ Þessi melhóll er sporöskjulaga að ummáli, um 5 m á hæð, stráður grjóti af ýmsum stærðum og fremur lítið gróinn. Hann er nú umkringdur túni (nýrækt), en áður var þarna blaut mýri (leira). Ein- búinn er stakur klettur á svonefndu Sandskeiði, fyrir utan bæinn, og liggur þjóðvegurinn rétt fyrir neðan hann. Frá veginum séð er melur- inn lítið áberandi, enda er Einbúinn þar á milli. Ekki sést að grafið hafi verið í Arnheiðarmel, og engar eru þar steinhleðslur eða annað sem bendir til haugs eða dysjar, eins og Sigfús tekur fram. Samt er þessi melhóll líklega sá staður, sem menn hafa trúað frá fornu fari, að Arn- heiður væri grafin í. Droplaugarmelur, Arnheiðarstöðum. Svo kallast (skv. örnefnaskránni) klapparholt stuttu utar á Leirunni, sem nú er líka komið inn í túnið. Þetta er aflöng, ávöl, jökulslípuð klöpp, aðeins 2-3 m á hæð. Á henni liggja nú nokkrir allstórir steinar í þéttri þyrpingu, líkt og þeim hafi verið raðað þar upp, og ofan á miðri steinahrúgunni er dálítið blásin jarðvegstorfa. í rauninni líkist þetta kumli, og getur villt fyrir manni, því að af því hef ég sannar fregnir, að grjótinu og torfunni hafi verið ýtt upp á klöppina þegar nýræktin var gerð þarna fyrir um 30-40 árum. (Ekki vildi ýtumaðurinn þó viður- kenna, að með þessu hefði hann verið að minnast Droplaugar gömlu, enda vissi hann víst ekki um örnefnið). Eins og Arnheiður, er Droplaug mismunandi ættfærð í sögunum. 1 Fljótsdælu er hún sögð vera dóttir Arnheiðar Helgadottur og Björgólfs jarls, sem fyrr getur, en í Droplaugarsona sögu er hún talin vera Þor- grímsdóttir, frá Giljum á Jökuldal, og því ekkert skyld Arnheiði. í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.