Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 99

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 99
MÚLAÞING 97 Hoffells er fyrst getið í Landnámabók16. Þar segir frá því að „Auðun enn rauði keypti land at Hrollaugi útan frá Hömrum ok öðrum megin til Viðborðs; hann bjó í Hofsfelli." í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar17 segir. „Þá er Hornafjörður. Kirkja í Bjarnanesi oc í Hofsfelli oc í Einiholti.“ Næst er Hoffells getið í máldaga sem talinn er frá árinu 134318. Þar kemur fram að Maríukirkja í Hoffelli á hálft heimaland með öllum gögnum og gæðum. Máldaginn getur Páls bónda, sem gæti verið Páll Pálsson. Þó er líklegra að hér sé um mann að ræða sem búið hefur í Hoffelli um miðja 14. öld. í bréfi frá 4. september 135819 samþykkir Gyrður ívarsson Skálholts- biskup þá skipan Jóns biskups Sigurðssonar, er hann hefur skipað jörðina Svínafell í Hornafirði undir Hoffell. Oddgeir Þorsteinsson Skálholtsbiskup setur Hoffellskirkju máldaga sem talinn er frá árinu 136720. í vísitasíubók Brynjólfs biskups Sveinssonar21 er birt ágrip af bréfi frá 9. júní 1390. í bréfinu, sem gert er í Bjarnanesi í Nesjum, kemur fram að kirkjan í Hoffelli eigi selstöðu og stóðhrossabeit í Árnaness- jörð og næturrekstur í Hólajörð. Þessi vitnisburður er gefinn Runólfi Pálssyni, væntanlega þeim sem var sýslumaður á sunnanverðum Aust- fjörðum í lok 14. aldar. Af bréfinu má draga þær ályktanir að Bjarnar- nes og Hoffell hafi á þessum tíma verið í eigu Runólfs Pálssonar. í fornbréfasafni er virðingargjörð22 á staðnum Hoffelli, sem talin er frá því um 1500, en er að mínum dómi mikið eldri, eða a.m.k. frá fyrri hluta 14. aldar. í virðingargjörðinni er talið upp hvað Þorsteinn Bjarn- arson greiddi með stað í Hoffelli. Þessi maður er ekki kunnur úr öðrum heimildum. Mér kemur þó í hug að Þorsteinn Hafurbjarnarson var kvæntur bróðurdóttur Árna biskups Þorlákssonar, Guðfinnu eða Vilborgu Magnúsdóttur23. Hvergi hef ég séð föðurnafn Þorsteins stytt, enda fátæklegar heimildir til um hann. Á hitt ber að líta, að tengdafaðir hans var aðili að eignum Svínfellinga. Ef hér er um Þorstein Hafur- bjarnarson að ræða, þá er virðingargjörðin enn eldri eða frá því um 1300. Á það má benda að föðurbróðir Þorsteins Hafurbjarnarsonar var Runólfur ábóti í Viðey. Eins og fram hefur komið hér áður, þá var fyrri maður Hólmfríðar Bjarnadóttur Páll Pálsson í Hoffelli. Hoffells er getið 17. nóvember 148024. Þá er ritað í Hoffelli bréf um dóm vegna Borgarhafnar. 28. nóvember 148825 kvittar Hinrik Mæding
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.