Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 99
MÚLAÞING
97
Hoffells er fyrst getið í Landnámabók16. Þar segir frá því að „Auðun
enn rauði keypti land at Hrollaugi útan frá Hömrum ok öðrum megin
til Viðborðs; hann bjó í Hofsfelli."
í kirknaskrá Páls biskups Jónssonar17 segir. „Þá er Hornafjörður.
Kirkja í Bjarnanesi oc í Hofsfelli oc í Einiholti.“
Næst er Hoffells getið í máldaga sem talinn er frá árinu 134318. Þar
kemur fram að Maríukirkja í Hoffelli á hálft heimaland með öllum
gögnum og gæðum. Máldaginn getur Páls bónda, sem gæti verið Páll
Pálsson. Þó er líklegra að hér sé um mann að ræða sem búið hefur í
Hoffelli um miðja 14. öld.
í bréfi frá 4. september 135819 samþykkir Gyrður ívarsson Skálholts-
biskup þá skipan Jóns biskups Sigurðssonar, er hann hefur skipað
jörðina Svínafell í Hornafirði undir Hoffell.
Oddgeir Þorsteinsson Skálholtsbiskup setur Hoffellskirkju máldaga
sem talinn er frá árinu 136720.
í vísitasíubók Brynjólfs biskups Sveinssonar21 er birt ágrip af bréfi
frá 9. júní 1390. í bréfinu, sem gert er í Bjarnanesi í Nesjum, kemur
fram að kirkjan í Hoffelli eigi selstöðu og stóðhrossabeit í Árnaness-
jörð og næturrekstur í Hólajörð. Þessi vitnisburður er gefinn Runólfi
Pálssyni, væntanlega þeim sem var sýslumaður á sunnanverðum Aust-
fjörðum í lok 14. aldar. Af bréfinu má draga þær ályktanir að Bjarnar-
nes og Hoffell hafi á þessum tíma verið í eigu Runólfs Pálssonar.
í fornbréfasafni er virðingargjörð22 á staðnum Hoffelli, sem talin er
frá því um 1500, en er að mínum dómi mikið eldri, eða a.m.k. frá fyrri
hluta 14. aldar. í virðingargjörðinni er talið upp hvað Þorsteinn Bjarn-
arson greiddi með stað í Hoffelli. Þessi maður er ekki kunnur úr
öðrum heimildum.
Mér kemur þó í hug að Þorsteinn Hafurbjarnarson var kvæntur
bróðurdóttur Árna biskups Þorlákssonar, Guðfinnu eða Vilborgu
Magnúsdóttur23. Hvergi hef ég séð föðurnafn Þorsteins stytt, enda
fátæklegar heimildir til um hann. Á hitt ber að líta, að tengdafaðir
hans var aðili að eignum Svínfellinga. Ef hér er um Þorstein Hafur-
bjarnarson að ræða, þá er virðingargjörðin enn eldri eða frá því um
1300. Á það má benda að föðurbróðir Þorsteins Hafurbjarnarsonar
var Runólfur ábóti í Viðey.
Eins og fram hefur komið hér áður, þá var fyrri maður Hólmfríðar
Bjarnadóttur Páll Pálsson í Hoffelli.
Hoffells er getið 17. nóvember 148024. Þá er ritað í Hoffelli bréf um
dóm vegna Borgarhafnar. 28. nóvember 148825 kvittar Hinrik Mæding