Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 11

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 11
MÚLAÞING 9 fljótt og vel við og kom mér til hjálpar, fluttum við lík Magnúsar heim í fjárhúskofa sem var stutt frá bænum úti og niðri á túni. Þar bjuggum við um líkið á bekk og hagræddum þar öllum hlutum eins og við kunnum best. Kræktum svo aftur kofahurðina, gengum síðan heim til að fá okkur hressingu.“ Hér lýkur frásögn pabba í bili. Ég var 11 ára þegar þetta gerðist. Þennan umrædda dag, er Magnús rak að landi, var eg sendur inn í Fell einhverra erinda, en kom heim í þann mund er verið var að aka líki Magnúsar á kerru neðan frá Fljóti. Mér þótti þarna vera einhver nýlunda á ferð og snarast þegar á vettvang. Eg hafði aldrei séð lík áður og var eitthvað að sniglast í kringum pabba og Jón á Urriðavatni, þegar þeir voru að búa um líkið. Meðan lík Magnúsar dvaldist í fjárhúskofanum í Skógargerði, var ekki trútt um að okkur krökkunum fyndist þar vera eitthvað á seyði. Ég var oft sendur til að athuga um lambær niðri á túni. Um kvöldið þann dag sem lík Magnúsar var sett í kofann, átti eg leið þar fram hjá. Sé eg þá að dyr kofans standa opnar. Verður mér þá ekki um sel, hleyp heim og segi pabba hvernig komið sé. Hann taldi mig fara með tóma vitleysu, gengur hann þó niður að kofanum. Þegar hann kemur þangað eru dyr lokaðar og allt með sömu ummerkjum og vera átti. Það er skemmst frá því að segja, að frændur Magnúsar á Útnyrð- ingsstöðum á Völlum komu einhvern næsta dag til að sækja lík Magn- úsar, var hann jarðsettur í Vallanesi 23. júní 1922. Þá kemur að þeim þætti þessa máls, sem mér finnst hafa orðið einna lífseigastur. Það eru ýmis dularfull fyrirbrigði sem ýmsir hafa þóst verða áskynja um, sérstaklega í sambandi við Lagarfljótsbrú, þóttust ýmsir verða þar Magnúsar varir. Eg hefi nú í meira en hálfa öld búið við norðurenda brúarinnar. Aldrei hef eg skynjað nokkra þá hluti þar sem óskiljanlegir geta talist. Eg hefi hins vegar þekkt menn, sem þóttust verða varir við eitthvað dularfullt á eða við brúna og sett það í samband við Magnús. Hitt vil eg segja, að ef Magnús er eða hefur verið eitthvað á sveimi á þessum slóðum, hefur hann verið með mér en ekki á móti mér. Þeir voru vinir hann og faðir minn. Þegar Magnús kom í Skógargerði vék hann ávallt einhverju góðu að okkur krökkunum. Faðir minn segir þannig frá: „Það var að sumarlagi stuttu eftir lát Magnúsar, að eg fór að kvöldi dags inn að brú. Jón ísleifsson verkstjóri var þá með tjöld vegagerð- armanna rétt norðan við brúna. Eg þurfti eitthvað að finna Jón, en frétti í tjöldunum að hann hefði farið inn á bæi, en mundi koma um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.