Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Síða 11
MÚLAÞING
9
fljótt og vel við og kom mér til hjálpar, fluttum við lík Magnúsar heim
í fjárhúskofa sem var stutt frá bænum úti og niðri á túni. Þar bjuggum
við um líkið á bekk og hagræddum þar öllum hlutum eins og við
kunnum best. Kræktum svo aftur kofahurðina, gengum síðan heim til
að fá okkur hressingu.“ Hér lýkur frásögn pabba í bili.
Ég var 11 ára þegar þetta gerðist. Þennan umrædda dag, er Magnús
rak að landi, var eg sendur inn í Fell einhverra erinda, en kom heim í
þann mund er verið var að aka líki Magnúsar á kerru neðan frá Fljóti.
Mér þótti þarna vera einhver nýlunda á ferð og snarast þegar á
vettvang. Eg hafði aldrei séð lík áður og var eitthvað að sniglast í
kringum pabba og Jón á Urriðavatni, þegar þeir voru að búa um líkið.
Meðan lík Magnúsar dvaldist í fjárhúskofanum í Skógargerði, var ekki
trútt um að okkur krökkunum fyndist þar vera eitthvað á seyði.
Ég var oft sendur til að athuga um lambær niðri á túni. Um kvöldið
þann dag sem lík Magnúsar var sett í kofann, átti eg leið þar fram hjá.
Sé eg þá að dyr kofans standa opnar. Verður mér þá ekki um sel, hleyp
heim og segi pabba hvernig komið sé. Hann taldi mig fara með tóma
vitleysu, gengur hann þó niður að kofanum. Þegar hann kemur þangað
eru dyr lokaðar og allt með sömu ummerkjum og vera átti.
Það er skemmst frá því að segja, að frændur Magnúsar á Útnyrð-
ingsstöðum á Völlum komu einhvern næsta dag til að sækja lík Magn-
úsar, var hann jarðsettur í Vallanesi 23. júní 1922.
Þá kemur að þeim þætti þessa máls, sem mér finnst hafa orðið einna
lífseigastur. Það eru ýmis dularfull fyrirbrigði sem ýmsir hafa þóst
verða áskynja um, sérstaklega í sambandi við Lagarfljótsbrú, þóttust
ýmsir verða þar Magnúsar varir.
Eg hefi nú í meira en hálfa öld búið við norðurenda brúarinnar.
Aldrei hef eg skynjað nokkra þá hluti þar sem óskiljanlegir geta talist.
Eg hefi hins vegar þekkt menn, sem þóttust verða varir við eitthvað
dularfullt á eða við brúna og sett það í samband við Magnús. Hitt vil
eg segja, að ef Magnús er eða hefur verið eitthvað á sveimi á þessum
slóðum, hefur hann verið með mér en ekki á móti mér. Þeir voru vinir
hann og faðir minn. Þegar Magnús kom í Skógargerði vék hann ávallt
einhverju góðu að okkur krökkunum.
Faðir minn segir þannig frá:
„Það var að sumarlagi stuttu eftir lát Magnúsar, að eg fór að kvöldi
dags inn að brú. Jón ísleifsson verkstjóri var þá með tjöld vegagerð-
armanna rétt norðan við brúna. Eg þurfti eitthvað að finna Jón, en
frétti í tjöldunum að hann hefði farið inn á bæi, en mundi koma um