Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 123

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 123
MÚLAÞING 121 kenndir við þessa bæi sem kirkjustaði en ekki þingstaði. Svo er að sjá að þingstaður hafi ekki verið á Eiðum, því að árið 1892 er samþykkt í hrepps- nefnd Eiðahrepps að flytja þingstað úr Vallahreppi að Eyvindará. Sýslunefnd var þessu samþykk. Almennt er talið að þingstaður hafi verið á Egilsstöð- um, en 1892 samþykkir sýslunefnd að „mæla fram með því“ að hann verði á Höfða. Þingstaður var í rauninni ekki annað en viðkomustaður sýslumanns á þingaferð, og þýðir að sjálfsögðu ekki að hreppurinn væri ekki til fyrr. Eg tók mig til fyrir skemmstu og athugaði staðarnafnaskrár í Forn- bréfasafni til að athuga þar tilgrein- ingu nafnanna Eiðaþinghá, Hjalta- staðaþinghá, Vallnahreppur og Útmannasveit. Hvað þetta varðar nær Fornbréfasafn frá ofanverðri 14. öld og nær til loka 16. aldar. Par er því ekki hægt að sjá hvenær nafnaskiptin verða, hvenær nafnið Útmannasveit hverfur en Hjaltastaðaþinghá tekur við, en skráin og bréfin sem hún vísar til sýnir hvernig þessi nöfn eru notuð frá því um 1400 og fram undir 1600. Fyrst varð fyrir „Máldagi Maríu- kirkju á Hjaltastöðum í Útmannasveit 1367.“ Þar er bæjarnafnið enn í fleir- tölu, en flest prestseturheiti sem enda á staðir komust í eintölu snemma á öldum. Hjaltastaður er fyrst í eintölu ár 1500 og úr því ýmist í eintölu eða fleirtölu. Um nafnið Útmannasveit er það að segja, að það er notað jöfnum höndum um bæi í Hjaltastaða- og Eiðaþinghá, um það bil fimm sinnum um bæi í Hjaltastaðaþinghá, en 13 sinnum um bæi í Eiðaþinghá, um Eiða, Mýnes og Eyvindará, og a.m.k. þrisvar er Kirkjubær í Tungu talinn á Útmannasveit. Mörg bréfanna eru skrifuð á þessu svæði og nafnið því notað heima fyrir um sveitirnar þrjár, Hjaltastaðaþinghá, Eiðaþinghá og Tungu, en alls ekki um Hjaltastaða- þinghána eina, svo sem talið hefur verið. Nafnið þing er notað um sveit- irnar báðar og Eiðaþinghá einnig kölluð Eiðamannasveit 1537, Eiðar og Eyvindará í Eiðamannasveit. Nafnið Hjaltastaðaþinghá kemur fyrst fyrir í þessari skrá árið 1500, „gjafabréf Ánastaða í Hjaltastaða- þinghá“ og 1564 er skrifað „Hjalta- staðar þinghá.“ Niðurstaðan af þessari lauslegu athugun, sem nær yfir tímabilið 1367- 1570, verður því þessi: Útmannasveit notað um sveitirnar þrjár á Úthéraði og austan Jökulsár og er því einungis landfræðilegt hugtak. Hjaltastaða(r)þinghá er notað um sveitina, Hjaltastaðahrepp. Eiðaþinghá sést ekki í fornbréfum, en Eiðaþing einu sinni. En þetta varðar aðeins Fornbréfa- safnið. Aðrar bækur frá sama tíma kynnu að breyta þessum niðurstöðum. Ótvíræð niðurstaða er ekki fengin með þessum athugunum, og væri fróð- legt að fá frekari vitneskju ef einhver skyldi rekast á nöfn þinghánna á þessum tíma, en einkum þó á síðari tíma, 17. og 18. öld — og jafnvel þeirri 19. Það kynni að vera að nafnið Útmannasveit hefði takmarkast við Hjaltastaðaþinghá á 17. og 18. öld, svo sem fram kemur í áðurnefndri vísu Stefáns Ólafssonar, „veitug Útmannasveitin“ segir hann og til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.