Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 101

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 101
MÚLAÞING 99 2 mánuði og 5 hrossa beit á vetur, en næturrekstur í Hólajörðu.“ Hér kemur fram að Hoffell er 60 hundraða jörð eða í hópi örfárra jarða á Austurlandi sem ná þeim dýrleika. Síðasta tilvitnunin sem hér verður tekin varpar ef til vill nokkru ljósi á ástæður þess að Hoffell í Nesjum varð ekki eíns mikið á spjöldum sögunnar og gæði jarðarinnar gáfu tilefni til. Árni Magnússon segir í Chorographica Islandica35: „Frá Hoffelli í Hornafirði hefir fyrir 60 árum (:usqve að 1640 circit- er) verið vegur fjallasýn ofan í Fljótsdalshérað, og verið komið ofan í Fljótsdal. Skal hafa verið gild dagferð og ei meir. Þessi vegur er nú af vegna jökla. Upp úr Lóni hefur og vegur verið ofan í Fljótsdal. Item upp úr Álptafirði. En báðir þeir vegir eru ótíðir sökum jökla og vatna.“ Þessi vitnisburður Árna Magnússonar skýrir tvennt, annars vegar að fram yfir 1500 og eitthvað lengur voru jöklar á suðausturhorni miklu minni en síðar varð. Vötnin í Skaftafellssýslu hafa verið miklu minni og lítill farartálmi. Þá hefur á þessum tíma verið auðvelt að halda uppi samgöngum á milli Fljótsdalshéraðs og Skaftafellssýslu. Á hinn bóginn er ljóst að á 16. og 17. öldinni hafa jöklar vaxið og teppt fornar sam- gönguleiðir, og eins hafa vötnin vaxið og gengið á gróið land og afrétt- ir. Þá hverfur Hoffell úr heimildum. Borgarhöfn í Suðursveit Landnámabók getur Borgarhafnar36. Þegar rakin er ætt frá Þorsteini trumbubeini segir: „Hans son var Kollr enn grái, faðir Þorsteins, föður Þorgríms í Borgarhöfn, föður Steinunnar, er átti Gizurr biskup.“ Þegar skýrt er frá landnámi Hrollaugs landnámsmanns á Breiðabóls- stað, þá segir37: „Þá hafði hann lógat þeim löndum er norðr váru frá Borgarhöfn, en hann átti til dauðadags þau lönd, er suður voru frá Heggsgerðismúla. “ í Njálssögu er Borgarhafnar getið, þar segir um trúboð Þangbrands:38 „Þaðan fóru þeir til Hornafjarðar ok gistu í Borgarhöfn fyrir vestan Heinabergssand; þar bjó Hildir inn gamli; hans son var Glúmr, er fór til brennu með Flosa. Þar tók við trú Hildir ok hjú hans öll.“ Aftur er Borgarhafnar getið þegar Flosi býst utan og falar skip af þrænskum kaupmanni, Eyjólfi nef, sem vetursetu hafði haft í Bjarna- nesi, en hafði orðið ástfanginn í skammdeginu og hugðist biðja sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.