Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 115
MÚLAÞING
113
segir109: „Hafði Árni biskup í fyrstu þá er hann kom til stólsins sett í
Dal [undir Eyjafjöllum] Magnús bróður sinn en á Baugsstaði eftir
landaskiptið. Nú því hann rýmdi fyrir herra Ásgrími fór hann heim í
Skálaholt og var þar stundum en stundum í Seltjarnarnesi og með
honum Ellisif Þorgeirsdóttir úr Holti þess er fyrr er nefndur. Andrési
syni þeirra lét herra biskup kenna og vígði síðan. En Vilborgu dóttur
þeirra gifti hann Þorsteini syni Hafurbjarnar Styrkárssyni laungetn-
um.“
Ekki er gott að tímasetja þá atburði sem skipta máli, en það skal þó
reynt. Árni biskup var yngstur bræðra sinna fæddur 1237. Að líkindum
hefur Magnús verið fæddur um 1225. Árni Þorláksson hefur verið
fjárráða þegar hann gaf eftir „allan sinn hlut af peningum þeim sem
faðir hans varðveitti. „til að Magnús bróðir hans næði ástum Ellisifjar
í Holti. Það hefur gerst í kringum 1255. Dóttir þeirra Magnúsar og
Ellisifjar, sem mér þykir líklegra að hafi heitið Guðfinna, gæti hafa
gifst Þorsteini Hafurbjarnarsyni um 1280.
Ég hef orðlengt nokkuð um skyldmenni Árna biskups Þorlákssonar.
Ástæðan er sú, að ég tel líklegt að afkomendur Þorláks Guðmunds-
sonar hafi náð undir sig eignum Svínfellinga á síðari hluta 13. aldar.
Árni biskup Þorláksson beitti sér af alefli fyrir venslafólk sitt og skyld-
menni, um það vitnar saga hans. Sonur Ásbjargar systur hans var
Loptur Helgason sem var í hópi helstu höfðingja sunnan- og suðaust-
anlands um daga Árna, annar systursonur hans og bróðir Lopts var
Árni Skálholtsbiskup Helgason, systurdóttir Árna Þorlákssonar var
Guðný Helgadóttir kona Þórðar Hallssonar á Möðruvöllum í Eyja-
firði.
Ég hef ekki fundið fullnægjandi rök fyrir því að Þorlákur Guð-
mundsson virðist eiga rétt til búsetu á Svínafelli, en í sögu Árna bisk-
ups kemur fram að synir Orms Svínfellings hafi hrakið Þorlák af jörð-
inni og þá hafi hann flutt að Rauðalæk sem var reyndar eitt af stór-
býlum Svínfellinga.
Kona Þorláks, Halldóra, er sögð dóttir Orms í Holtum, væntanlega
í Hornafirði. Áður hefur verið vikið að því að Ámundi Þorsteinsson,
forfaðir Þorláks, gæti hafa búið í Borgarhöfn. Þetta nægir hins vegar
ekki sem skýring á búsetu Þorláks á Svínafelli. Faðir hans var Guð-
mundur gríss Ámundason, einn virtasti höfðingi Sturlungaaldar, bóndi
og allsherjargoði á Þingvöllum. Vegna búsetu hans á Þingvöllum og
meðferðar á allsherjargoðorði, þá hefur hann verið talinn af karllegg
Ingólfs Arnarsonar110. Faðir Guðmundar hét Ámundi Þorgeirsson.