Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 115

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 115
MÚLAÞING 113 segir109: „Hafði Árni biskup í fyrstu þá er hann kom til stólsins sett í Dal [undir Eyjafjöllum] Magnús bróður sinn en á Baugsstaði eftir landaskiptið. Nú því hann rýmdi fyrir herra Ásgrími fór hann heim í Skálaholt og var þar stundum en stundum í Seltjarnarnesi og með honum Ellisif Þorgeirsdóttir úr Holti þess er fyrr er nefndur. Andrési syni þeirra lét herra biskup kenna og vígði síðan. En Vilborgu dóttur þeirra gifti hann Þorsteini syni Hafurbjarnar Styrkárssyni laungetn- um.“ Ekki er gott að tímasetja þá atburði sem skipta máli, en það skal þó reynt. Árni biskup var yngstur bræðra sinna fæddur 1237. Að líkindum hefur Magnús verið fæddur um 1225. Árni Þorláksson hefur verið fjárráða þegar hann gaf eftir „allan sinn hlut af peningum þeim sem faðir hans varðveitti. „til að Magnús bróðir hans næði ástum Ellisifjar í Holti. Það hefur gerst í kringum 1255. Dóttir þeirra Magnúsar og Ellisifjar, sem mér þykir líklegra að hafi heitið Guðfinna, gæti hafa gifst Þorsteini Hafurbjarnarsyni um 1280. Ég hef orðlengt nokkuð um skyldmenni Árna biskups Þorlákssonar. Ástæðan er sú, að ég tel líklegt að afkomendur Þorláks Guðmunds- sonar hafi náð undir sig eignum Svínfellinga á síðari hluta 13. aldar. Árni biskup Þorláksson beitti sér af alefli fyrir venslafólk sitt og skyld- menni, um það vitnar saga hans. Sonur Ásbjargar systur hans var Loptur Helgason sem var í hópi helstu höfðingja sunnan- og suðaust- anlands um daga Árna, annar systursonur hans og bróðir Lopts var Árni Skálholtsbiskup Helgason, systurdóttir Árna Þorlákssonar var Guðný Helgadóttir kona Þórðar Hallssonar á Möðruvöllum í Eyja- firði. Ég hef ekki fundið fullnægjandi rök fyrir því að Þorlákur Guð- mundsson virðist eiga rétt til búsetu á Svínafelli, en í sögu Árna bisk- ups kemur fram að synir Orms Svínfellings hafi hrakið Þorlák af jörð- inni og þá hafi hann flutt að Rauðalæk sem var reyndar eitt af stór- býlum Svínfellinga. Kona Þorláks, Halldóra, er sögð dóttir Orms í Holtum, væntanlega í Hornafirði. Áður hefur verið vikið að því að Ámundi Þorsteinsson, forfaðir Þorláks, gæti hafa búið í Borgarhöfn. Þetta nægir hins vegar ekki sem skýring á búsetu Þorláks á Svínafelli. Faðir hans var Guð- mundur gríss Ámundason, einn virtasti höfðingi Sturlungaaldar, bóndi og allsherjargoði á Þingvöllum. Vegna búsetu hans á Þingvöllum og meðferðar á allsherjargoðorði, þá hefur hann verið talinn af karllegg Ingólfs Arnarsonar110. Faðir Guðmundar hét Ámundi Þorgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.