Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 31
HELGI HALLGRÍMSSON
Fornhaugar, féstaðir og kuml í Fljótsdal.
Inngangur
Pað er gömul trú og rótgróin á íslandi, að fornmenn og sérstaklega
landnámsmenn hafi verið jarðaðir í viðhafnarmiklum haugum, með
vopnum sínum og öðrum búnaði, enda er þess stundum getið í íslend-
ingasögum. Fornleifarannsóknir hafa ekki getað staðfest þetta. Hinir
svonefndu fornu haugar eru oftast aðeins náttúrumyndanir, og eru því
trúarlegs eðlis, eins og líka flestir þeir staðir sem menn hafa talið að fé
væri fólgið á. Fjárvonin hefur rekið menn til að grafa í fornhauga og
féstaði á öllum öldum og sér þess víða merki. Kuml eru aftur á móti
raunverulegir legstaðir, oftast úr heiðnum tíma, en sjást mjög sjaldan
í landslaginu. (Sjá einnig grein mína um „Fornhauga og féstaði í
Fellum“ í 16. árg. Múlaþings).
Arnheiðarhaugur (Arnheiðarmelur), Arnheiðarstöðum.
Arnheiðar (Arneiðar) á Arnheiðarstöðum er getið í Landnámu og
fornsögum Fljótsdæla. í Droplaugarsona sögu og Landnámu er hún
sögð Ásbjarnardóttir skerjablesa, jarls í Suðureyjum við Skotland.
Hún var hertekin af Véþormi Vémundarsyni (Landnáma), sem flutt
hafði frá Noregi austur á Jamtaland í Svíþjóð, eða Hólmfasti syni
hans, sem drap Ásbjörn föður hennar. Ketill Fórisson þiðranda, sem
Landnáma segir að hafi numið vesturströnd Lagarfljóts, milli Hengi-
fossár og Ormsár, var þá með Véþormi, og komst þar í kynni við Arn-
heiði. Er rómantísk frásögn af fyrstu kynnum þeirra í Droplaugarsona
sögu. Ketill keypti Arnheiði „tveimur hlutum dýrra en Véþormur mat
hana í fyrstu“ (Landn.), og tekur hana með sér til íslands, en á leiðinni
fann Arnheiður fjársjóð í Víkinni í Noregi og sagði Katli. Hann bauðst
þá til að flytja hana til frænda sinna í Suðureyjum með þessu fé, „en
hún kaus að fylgja honum“. Þegar heim var komið gerði hann brullaup