Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 103

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Blaðsíða 103
MÚLAÞING 101 Eins og fyrr er getið þá gekk í Holtum í Hornafirði dómur vegna skipta á Borgarhöfn, og var dómurinn bréfaður í Hoffelli þann 17. nóvember 148046. Þar var Páli Pálssyni, eiginmanni Hólmfríðar Bjarnadóttur, dæmt yfirráð jarðarinnar. Nú bregður svo við að Borg- arhafnar er getið alloft í heimildum og þá fyrst og fremst vegna eigna- skipta á hinum ýmsu hlutum jarðarinnar. Það næsta sem Borgarhafnar er getið er kaupbréf sem gert er á Stafafelli í Lóni þann 28. febrúar 1482 vegna sölu á 15 hundruðum í Borgarhöfn, sem fram fór á Urriða- vatni í Fellum 2. október 148147. Það var Benedikt Sæmundsson, sem að öllum líkindum hefur þá búið á Urriðavatni, sem selur með upplagi og samþykki Sigríðar Halls- dóttur konu sinnar, síra Ögmundi Andréssyni, sem var þá prestur á Stafafelli, fimmtán hundruð í jörðinni Borgarhöfn í Kálfafellskirkju- sókn fyrir tuttugu hundruð í lausafé. í bréfinu kemur fram að Benedikt hefur erft þennan hluta Borgarhafnar eftir móður sína, Sigríði Jóns- dóttur. Benedikt bóndi hefur ekki verið neinn sérstakur reiðumaður um fjármál. A.m.k. kemur í ljós að hann hefur verið búinn að veðsetja Hallsteini sýslumanni Þorsteinssyni jarðarpartinn sem síra Ögmundur keypti af honum, auk þess sem Hallsteinn hefur áður keypt af Bene- dikt 10 hundruð í jörðinni. — Þá kemur fram í þessu bréfi í fyrsta skipti hvað það er sem gerir Borgarhöfn að hæst metnu jörð í Austfirð- ingafjórðungi — 80 hundraða. í bréfinu segir: „sua skylldi hallstein kuittur vm alla leigu af þeim x. c. sem hann atti at luka benedikt fyrir x. c. j borgarhöfn. sua skylldi þeir kuittir allir sem hallsteinn hafdi kuitta gert vm landskyllder ok verleigur vetur ok sumar vt af Borgar- höfn48.“ Hér kemur fram að verleigur hafa verið tekjustofn fyrir land- eigandann og er fyrsta vísbendingin um það mikla útræði sem um aldir hafði verið úr Hálsahöfn undan Borgarhafnarlandi. Benedikt Sæmundsson er enn að gera hreint fyrir sínum dyrum þann 13. maí 148649. Þá er gert bréf þar sem hann selur síra Ögmundi á Stafafelli 15 hundruð í Borgarhöfn, og ég sé ekki betur en að hér sé um sama jarðarhlutann að ræða og þeir höfðu áður haft kaup á, en það kaupbréf hafi ekki verið talið gilt, ef til vill vegna þess að Hallsteinn á Víðivöllum hafi á þeim tíma verið eigandi þessa hluta Borgarhafnar. Þann 4. október 1489 var í Heydölum50 gert eftirrit af kaupbréfinu frá 13. maí 1486. Ekki er málavafstrinu út af sölunni til síra Ögmundar alveg lokið. Þann 7. júlí 149051 á Stafafelli lýsti Sveinn Jónsson pró- fastur og almennilegur dómari milli Helkunduheiðar og Breiðdalsár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.