Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Page 103
MÚLAÞING
101
Eins og fyrr er getið þá gekk í Holtum í Hornafirði dómur vegna
skipta á Borgarhöfn, og var dómurinn bréfaður í Hoffelli þann 17.
nóvember 148046. Þar var Páli Pálssyni, eiginmanni Hólmfríðar
Bjarnadóttur, dæmt yfirráð jarðarinnar. Nú bregður svo við að Borg-
arhafnar er getið alloft í heimildum og þá fyrst og fremst vegna eigna-
skipta á hinum ýmsu hlutum jarðarinnar. Það næsta sem Borgarhafnar
er getið er kaupbréf sem gert er á Stafafelli í Lóni þann 28. febrúar
1482 vegna sölu á 15 hundruðum í Borgarhöfn, sem fram fór á Urriða-
vatni í Fellum 2. október 148147.
Það var Benedikt Sæmundsson, sem að öllum líkindum hefur þá
búið á Urriðavatni, sem selur með upplagi og samþykki Sigríðar Halls-
dóttur konu sinnar, síra Ögmundi Andréssyni, sem var þá prestur á
Stafafelli, fimmtán hundruð í jörðinni Borgarhöfn í Kálfafellskirkju-
sókn fyrir tuttugu hundruð í lausafé. í bréfinu kemur fram að Benedikt
hefur erft þennan hluta Borgarhafnar eftir móður sína, Sigríði Jóns-
dóttur. Benedikt bóndi hefur ekki verið neinn sérstakur reiðumaður
um fjármál. A.m.k. kemur í ljós að hann hefur verið búinn að veðsetja
Hallsteini sýslumanni Þorsteinssyni jarðarpartinn sem síra Ögmundur
keypti af honum, auk þess sem Hallsteinn hefur áður keypt af Bene-
dikt 10 hundruð í jörðinni. — Þá kemur fram í þessu bréfi í fyrsta
skipti hvað það er sem gerir Borgarhöfn að hæst metnu jörð í Austfirð-
ingafjórðungi — 80 hundraða. í bréfinu segir: „sua skylldi hallstein
kuittur vm alla leigu af þeim x. c. sem hann atti at luka benedikt fyrir
x. c. j borgarhöfn. sua skylldi þeir kuittir allir sem hallsteinn hafdi
kuitta gert vm landskyllder ok verleigur vetur ok sumar vt af Borgar-
höfn48.“ Hér kemur fram að verleigur hafa verið tekjustofn fyrir land-
eigandann og er fyrsta vísbendingin um það mikla útræði sem um aldir
hafði verið úr Hálsahöfn undan Borgarhafnarlandi.
Benedikt Sæmundsson er enn að gera hreint fyrir sínum dyrum þann
13. maí 148649. Þá er gert bréf þar sem hann selur síra Ögmundi á
Stafafelli 15 hundruð í Borgarhöfn, og ég sé ekki betur en að hér sé um
sama jarðarhlutann að ræða og þeir höfðu áður haft kaup á, en það
kaupbréf hafi ekki verið talið gilt, ef til vill vegna þess að Hallsteinn á
Víðivöllum hafi á þeim tíma verið eigandi þessa hluta Borgarhafnar.
Þann 4. október 1489 var í Heydölum50 gert eftirrit af kaupbréfinu frá
13. maí 1486. Ekki er málavafstrinu út af sölunni til síra Ögmundar
alveg lokið. Þann 7. júlí 149051 á Stafafelli lýsti Sveinn Jónsson pró-
fastur og almennilegur dómari milli Helkunduheiðar og Breiðdalsár