Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1991, Qupperneq 80
78
MÚLAÞING
Grímur Laxdal var glæsilegur á velli, glaðlegur í viðmóti og mjög
gestrisinn. Hændi hann því viðskiptamenn að versluninni og mátti
heita að allir, sem ekki voru fjötraðir í skuldahlekkjum Örum og
Wulffs, flyttu viðskipti sín í Efri-Verslunina eins og hún var nefnd.
Um þessar mundir tók Ólafur Davíðsson að útvega bændum veð-
deildarlán út á jarðir sínar. Gekk hann svo rösklega fram að það mátti
furðulegt heita hve há lán bændur fengu miðað við peningagengi þess
tíma. Venjulega rann hver eyrir af láninu í verslun Örum og Wulffs, en
nú voru bændur frjálsir menn og fluttu um leið verslun sína til Zöllners
og þóttust úr heljargreipum sloppið hafa. Verslun Örum og Wulffs
hnignaði nú óðum, en að sama skapi efldist Zöllners verslun, en eftir
því sem árin liðu dvínaði keppnin á milli þessara verslana og vöruverð
fór að verða líkt hjá báðum.
Eftir 1910 fara bændur í Vopnafirði að rétta við og 1914, í byrjun
fyrri heimsstyrjaldarinnar, er hagur manna orðinn betri. Eins og áður
er frá sagt leystist pöntunarfélagið upp eftir aldamótin, en þó mun ein-
lægt hafa lifað von hjá bændum um að eignast sína eigin verslun í ann-
arri mynd. Þegar séð varð á stríðsárunum, að Örum og Wulff myndi
verða að gefast upp og hætta, þar eð viðskipti voru að mestu horfin, þá
vaknar strax áhugi hjá bændum að reyna að ná þessum eignum. Mörg
harðindaár höfðu að vísu herjað sveitina frá því um aldamót, en samt
sem áður litu menn nú bjartari augum á framtíðina. Það hækkaði
brúnin á bændum þegar það fréttist sumafið 1918, að Örum og Wulff
vildi nú selja allar eignir sínar á Vopnafirði. Jafnframt fréttist að kaup-
andi mundi vera fenginn að eignunum, en samkvæmt íslenskum lögum
átti hreppurinn forkaupsrétt að öllum fasteignunum. Að því kom að
umboðsmaður Örum og Wulffs, hér á landi, Stefán Guðmundsson á
Fáskrúðsfirði, bauð hreppnum jörðina Austur-Skálanes ásamt öllum
fasteignum verslunarfélags Örum og Wulffs í Vopnafjarðarkauptúni
fyrir fimmtíu og fimm þúsund krónur. Á hreppsnefndarfundi, sem
haldinn var nokkru seinna, samþykkti hreppsnefndin að kaupa allar
þessar eignir.
IV. Kaupfélagið
Þegar oddviti Vopnafjarðarhrepps, Jörgen Sigfússon bóndi í
Krossavík, tilkynnti Stefáni Guðmundssyni i síma, að hreppurinn
hefði ákveðið að kaupa allar fasteignir Örum og Wulffs á Vöpnafirði,
fyrir umtalað verð 55.000.- kr., þá varð Stefáni að orði, að sér þætti
vopnfirskir bændur bjartsýnir, en þetta er það mesta happaspor sem