Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 14
12
MÚLAÞING
því þá hefði þessi kostur verið til þurrðar genginn fyrir löngu. Nú var
þessu lostæti útdeilt í anda fullkominnar jafnaðarstefnu.
Það var orðið áliðið dags og veður betra. Rökkur hins vegar yfirvof-
andi og við vildum finna bæjarhús í Möðrudal fyrir myrkur.
Þá leitaði eg til Sigurðar Eiríkssonar í þriðja sinn, og við fórum af stað
hlaupandi við fót (ekki þreyttari en það) í leit að bænum og sögðum
hinum að fylgja slóð okkar.
Klukkan sjö komum við tveir í Möðrudal og báðum Jón bónda þar
Stefánsson að senda mann á móti strákunum. Það taldi Jón algeran ó-
þarfa, þeir mundu skila sér, en okkur bauð hann til stofu, settist við org-
elið, spilaði af miklum móð og sögn svo hátt að undrum sætti.
Klukkan níu voru allir komnir til húsa og þá fengum við kaffi og
brauð, en kl. 11 mat eins og við gátum torgað. I Möðrudal fengu allir
rúm að sofa í og öllum leið vel. Nokkru eftir að allir voru komnir í
Möðrudal kom þangað maður þeysandi stórum hesti grám. Orsök þess
var sú að síminn í Möðrudal hafði bilað í illviðrinu, og hafði þá fólk
heima, sem farið var að undrast um okkur, símað í Grímsstaði og beðið
um að þaðan yrði sendur maður í Möðrudal með skilaboð til Jóns um að
hefja leit að okkur.
Sendimaður gisti, en var árla á fótum, reið leiðar sinnar heim og lét
vita austur að öllum liði bærilega.
Síðan lögðum við enn af stað á skaplegum tíma eftir góðan morgun-
verð, og Jón fylgdi okkur á leið með hnakk á baki. Hann þreytti við mig
kapphlaup, mátti til að prófa hve eg dygði. Eg undraðist þol Jóns sem
var við aldur, stóð á sextugu en eg 19 ára, hann með hnakk á baki, eg að
vísu með tösku okkar Gríms. Snjór var miklu minni í Möðrudal og þar
fyrir norðan en á Jökuldalsheiði, varla meira en í miðjan legg.
Þegar komið var norður að Skarðsá, lítilli bergvatnsá nokkuð fyrir
norðan Möðrudal, fór Jón bóndi úr skóm og plöggum og selflutti okkur
alla yfir ána. Hann tók ekki annað í mál.
Þegar í Víðidal kom stóð þar kaffi á borðum. Grímsstaðamaðurinn
hafði komið þar við á heimleið og látið vita um okkur. Við vorum lengi
að tínast heim í Víðidal, halarófan slitin, veður gott, gangfæri sömuleið-
is og engin þörf á að halda hópnum saman. Og nú fengu allir kaffi með
gnægtum brauðs á einum afskekktasta bæ landsins ekki alllangt frá
Biskupshálsi þar sem Austurland og Norðurland mætast.
Næstu nótt gistum við á Grímsstöðum við ágætan beina, og fer nú
ferðasagan að verða stórtíðindalítil.
Okkur var fylgt að morgni að ferjustað Jökulsár á Fjöllum og ferjaðir