Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 14

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 14
12 MÚLAÞING því þá hefði þessi kostur verið til þurrðar genginn fyrir löngu. Nú var þessu lostæti útdeilt í anda fullkominnar jafnaðarstefnu. Það var orðið áliðið dags og veður betra. Rökkur hins vegar yfirvof- andi og við vildum finna bæjarhús í Möðrudal fyrir myrkur. Þá leitaði eg til Sigurðar Eiríkssonar í þriðja sinn, og við fórum af stað hlaupandi við fót (ekki þreyttari en það) í leit að bænum og sögðum hinum að fylgja slóð okkar. Klukkan sjö komum við tveir í Möðrudal og báðum Jón bónda þar Stefánsson að senda mann á móti strákunum. Það taldi Jón algeran ó- þarfa, þeir mundu skila sér, en okkur bauð hann til stofu, settist við org- elið, spilaði af miklum móð og sögn svo hátt að undrum sætti. Klukkan níu voru allir komnir til húsa og þá fengum við kaffi og brauð, en kl. 11 mat eins og við gátum torgað. I Möðrudal fengu allir rúm að sofa í og öllum leið vel. Nokkru eftir að allir voru komnir í Möðrudal kom þangað maður þeysandi stórum hesti grám. Orsök þess var sú að síminn í Möðrudal hafði bilað í illviðrinu, og hafði þá fólk heima, sem farið var að undrast um okkur, símað í Grímsstaði og beðið um að þaðan yrði sendur maður í Möðrudal með skilaboð til Jóns um að hefja leit að okkur. Sendimaður gisti, en var árla á fótum, reið leiðar sinnar heim og lét vita austur að öllum liði bærilega. Síðan lögðum við enn af stað á skaplegum tíma eftir góðan morgun- verð, og Jón fylgdi okkur á leið með hnakk á baki. Hann þreytti við mig kapphlaup, mátti til að prófa hve eg dygði. Eg undraðist þol Jóns sem var við aldur, stóð á sextugu en eg 19 ára, hann með hnakk á baki, eg að vísu með tösku okkar Gríms. Snjór var miklu minni í Möðrudal og þar fyrir norðan en á Jökuldalsheiði, varla meira en í miðjan legg. Þegar komið var norður að Skarðsá, lítilli bergvatnsá nokkuð fyrir norðan Möðrudal, fór Jón bóndi úr skóm og plöggum og selflutti okkur alla yfir ána. Hann tók ekki annað í mál. Þegar í Víðidal kom stóð þar kaffi á borðum. Grímsstaðamaðurinn hafði komið þar við á heimleið og látið vita um okkur. Við vorum lengi að tínast heim í Víðidal, halarófan slitin, veður gott, gangfæri sömuleið- is og engin þörf á að halda hópnum saman. Og nú fengu allir kaffi með gnægtum brauðs á einum afskekktasta bæ landsins ekki alllangt frá Biskupshálsi þar sem Austurland og Norðurland mætast. Næstu nótt gistum við á Grímsstöðum við ágætan beina, og fer nú ferðasagan að verða stórtíðindalítil. Okkur var fylgt að morgni að ferjustað Jökulsár á Fjöllum og ferjaðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.