Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 37
MÚLAÞING
35
vegna burðar á heyjum í ófærð og snjó, en það voru einkum kýmar sem
áttu að njóta sætheysins. Mér var þetta verk óljúft vegna staðarvalsins,
þótt það að vísu hefði sína kosti, og vildi að annar staður yrði valinn, en
hann hefði þá þurft að vera lengra í burtu, niðri á svonefndri Bakkabrún.
En ég fékk því ekki breytt. Svo sem áður er getið, trúðu menn lítt sögn-
um um bænhúsið, en hún var efst í mínum huga þegar þar átti að gera
jarðrask, þar sem talið var að það hafi staðið.
Gröfturinn hófst 3. október. Eg reyndi að haga honum þannig að sem
minnst rask yrði á mannvirkjum, sem ég áleit að þama væm. En vegna
aðstöðunnar hlaut annar hliðarveggur tóftarinnar að lenda í gryfjustæð-
inu, en það var norðurveggurinn, eða þannig kom jarðlagið mér fyrir
sjónir. Gryfjan var hringmynduð 3,35 m í þvermál.
Þegar gröfturinn hófst kom brátt í ljós veggjahleðsla, sem var 0,35 m
undir yfirborði jarðvegsins. Veggur þessi lá frá austri til vesturs og var
norðantil við miðju yfir þvera gryfjuna. Hleðslan var tvíhlaðin, eða tvö-
faldur veggur, um 1 m á þykkt og um 0,75 m hár. Allir voru steinar
þessir veltækir hraustum manni og auðsjáanlega valdir hleðslusteinar.
Við rufum stórt skarð í vegginn. Um breidd og lengd tóftarinnar veit ég
ekki með vissu, við grófum aðeins hina ákveðnu stærð gryfjunnar. Að
vísu var lausagrjót syðst í gryfjunni. Hvort það hefur verið úr suður-
veggnum veit ég ekki, en tel það fremur ólíklegt. Mér var ríkt í huga að
þama værum við að raska fornum mannvirkjum. Verkfærin, sem við
notuðum, voru venjulegar stungurekur, jámkall og sleggja. Eg hygg að
fomleifafræðingum hefði ekki getist að aðförum okkar við þetta verk.
En hvað um það, áfram skyldi halda.
Þennan fyrsta dag uppgraftarins var veðrið skínandi fagurt. Kýr voru
úti.
Björn félagi minn ákvað að ná kúnum í hús áður en meira rökkvaði.
Ég var einn að verki í gryfjunni, dumbrauður roði hnígandi haustsólar
var á norðvesturhimni með sín fegurstu tilbrigði yfir Vestdalsheiði milli
Bjólfs og Grýtu. Það var fögur sjón. En þá skeði það óvænta. Reka mín
rakst í eitthvað rétt utan við vegginn sem við vorum búnir að rjúfa og
koma upp úr gryfjunni, en meðfram honum var mold.
Eg lyfti rekunni upp úr moldinni, brá henni á loft á móti kvöldroðan-
um fagra. Það sem rekublaðið rakst í, hafði fest á því. En hvað var það?
Ismeygilegur geigur greip mig. Á rekublaðinu var höfuðkúpa af manni.
Hún starði dimmum holum augnatóftunum á mig, eins og hún væri að á-
saka mig fyrir að raska ró sinni. Þama hafði hún hvílt í friði, hver veit
hvað lengi? Hvað gaf hún til kynna? Ég starði smástund á höfuðkúpuna,