Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 37

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 37
MÚLAÞING 35 vegna burðar á heyjum í ófærð og snjó, en það voru einkum kýmar sem áttu að njóta sætheysins. Mér var þetta verk óljúft vegna staðarvalsins, þótt það að vísu hefði sína kosti, og vildi að annar staður yrði valinn, en hann hefði þá þurft að vera lengra í burtu, niðri á svonefndri Bakkabrún. En ég fékk því ekki breytt. Svo sem áður er getið, trúðu menn lítt sögn- um um bænhúsið, en hún var efst í mínum huga þegar þar átti að gera jarðrask, þar sem talið var að það hafi staðið. Gröfturinn hófst 3. október. Eg reyndi að haga honum þannig að sem minnst rask yrði á mannvirkjum, sem ég áleit að þama væm. En vegna aðstöðunnar hlaut annar hliðarveggur tóftarinnar að lenda í gryfjustæð- inu, en það var norðurveggurinn, eða þannig kom jarðlagið mér fyrir sjónir. Gryfjan var hringmynduð 3,35 m í þvermál. Þegar gröfturinn hófst kom brátt í ljós veggjahleðsla, sem var 0,35 m undir yfirborði jarðvegsins. Veggur þessi lá frá austri til vesturs og var norðantil við miðju yfir þvera gryfjuna. Hleðslan var tvíhlaðin, eða tvö- faldur veggur, um 1 m á þykkt og um 0,75 m hár. Allir voru steinar þessir veltækir hraustum manni og auðsjáanlega valdir hleðslusteinar. Við rufum stórt skarð í vegginn. Um breidd og lengd tóftarinnar veit ég ekki með vissu, við grófum aðeins hina ákveðnu stærð gryfjunnar. Að vísu var lausagrjót syðst í gryfjunni. Hvort það hefur verið úr suður- veggnum veit ég ekki, en tel það fremur ólíklegt. Mér var ríkt í huga að þama værum við að raska fornum mannvirkjum. Verkfærin, sem við notuðum, voru venjulegar stungurekur, jámkall og sleggja. Eg hygg að fomleifafræðingum hefði ekki getist að aðförum okkar við þetta verk. En hvað um það, áfram skyldi halda. Þennan fyrsta dag uppgraftarins var veðrið skínandi fagurt. Kýr voru úti. Björn félagi minn ákvað að ná kúnum í hús áður en meira rökkvaði. Ég var einn að verki í gryfjunni, dumbrauður roði hnígandi haustsólar var á norðvesturhimni með sín fegurstu tilbrigði yfir Vestdalsheiði milli Bjólfs og Grýtu. Það var fögur sjón. En þá skeði það óvænta. Reka mín rakst í eitthvað rétt utan við vegginn sem við vorum búnir að rjúfa og koma upp úr gryfjunni, en meðfram honum var mold. Eg lyfti rekunni upp úr moldinni, brá henni á loft á móti kvöldroðan- um fagra. Það sem rekublaðið rakst í, hafði fest á því. En hvað var það? Ismeygilegur geigur greip mig. Á rekublaðinu var höfuðkúpa af manni. Hún starði dimmum holum augnatóftunum á mig, eins og hún væri að á- saka mig fyrir að raska ró sinni. Þama hafði hún hvílt í friði, hver veit hvað lengi? Hvað gaf hún til kynna? Ég starði smástund á höfuðkúpuna,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.