Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 51
múlaþing
49
refsimála, og er glöggt dæmi um það fyrrnefnd bænaskrá frá sýslu-
mönnum landsins til konungs frá árinu 1757.14 Má segja, að lítið kveði
að umbótum í réttarfarsmálum hér á landi langt fram yfir miðja 18. öld,
enda var sú skoðun lengi útbreidd, að harðar refsingar væri helzta leiðin
til þess að koma í veg fyrir afbrot. Er leið á öldina, gerðist það þó al-
gengara, að konungur breytti dauðadómum í ævilangt fangelsi og
þrælkunarvinnu, enda leiddi það beinlínis af tilskipun hans frá 22. apríl
1758, sem kvað svo á, að engum dauðadómi skyldi fullnægja, án þess
að leitað væri fyrst úrskurðar konungs.15
Þrátt fyrir alla þessa annmarka verður samt ekki gengið fram hjá þeirri
staðreynd, að 18. öldin veldur líka aldahvörfum í sögu Islendinga eins
og margra annarra þjóða. Þótt undarlegt megi virðast, náðu hugmyndir
upplýsingarstefnunnar furðufljótt til þessa afskekkta eylands, enda þótt
þær ættu að vísu mun örðugra uppdráttar hér á landi en í nágrannalönd-
unum vegna hinnar miklu niðurlægingar þjóðarinnar og almennrar van-
kunnáttu hennar á öllum sviðum. Fyrstu boðberar hreyfingarinnar hér á
landi voru þó hvorki margir, né heldur voru einkenni þessarar umbrota-
stefnu skýr hjá flestum þeirra. Innbyrðis voru þeir og allsundurleitir,
einkum í viðhorfum sínum til þjóðfélagsmála, og þess vegna var þess
ekki að vænta, að mikill árangur yrði af framfaraviðleitni þeirra. Samt
verður að telja það einkenni 18. aldarinnar, hversu mjög gætir þá til-
lagna um viðreisn landsins og tilrauna til framfara, enda þótt oft bæru
þær harla lítinn árangur. Margar þessara tillagna voru þó komnar frá
stjóminni í Kaupmannahöfn, en að öðrum áttu Islendingar sjálfir frum-
kvæðið. Má segja, að það hefjist fyrst að marki um miðja öldina, en
samt átti það enn alllangt í land, að hægt væri að tala um “upplýsingar-
öld” á íslandi.
Hvað viðvíkur embættismannastétt landsins, þá höfðu þeir, sem farið
höfðu með hin veraldlegu völd (embætti) í umboði konungs og stjómar,
yfirleitt notið lítillar hylli almennings um langan aldur. Þessir embættis-
menn, þ.e. lögmenn, fógetar, stiftamtmenn, amtmenn, sýslumenn, sem
einu nafni mætti nefna “valdsmenn”, voru þó oftast íslenzkir að ættemi,
enda þótt hitt kæmi of oft fyrir, að erlendir (danskir) menn væru skipað-
ir í slíkar stöður, einkum hinar æðstu. Virtist það og oft skipta litlu máli
fyrir hag landsmanna, hvort þessir fulltrúar konungsvaldsins vom inn-
lendir eða erlendir. Vaknar því eðlilega sú spuming, hver hafi verið á-
stæðan til þess, að íslenzkir embættismenn gengu svo hart fram í starfi
sínu, að þjóðin óttaðist þá og hataði í senn. Svarið við þeirri spumingu
er einfalt: Allir embættismenn konungs hér á landi, hvort sem þeir voru