Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 55

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 55
múlaþing 53 sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur Sigfússonar bónda á Egilsstöðum í Vopna- firði (árið 1681) og konu hans, Sesselju Jóhannsdóttur,13 en árið 1703 er Sesselja sögð búandi að Stekk við kaupstaðinn í Breiðuvík ásamt tveimur bömum hennar og Jóns, sem ekki er þar getið, þeirra á meðal Ingibjörgu, sem þá er sögð 13 ára að aldri.14 Eftir fárra ára dvöl við verzlunina í Breiðuvík tók Jens að slægjast eftir sýsluvöldum í Múla- sýslu með þeim árangri, sem fyrr greinir. Virðist Jens þá þegar hafa tek- ið við öllum störfum Bessa, sem þá var orðinn aldraður, en árið eftir (1719) gerði hann samning við Þorstein Sigurðsson þess efnis, að hann skyldi gegna með sér sýslumannsverkum, en hafa að launum helming allra teknanna, og hélzt sá helmingaskiptasamningur þeirra allt til ársins 1738.15 Þegar Bessi sýslumaður lézt árið 1723, fékk Jens veitingu fyrir allri sýslu hans, og við lát Hallgríms Jónssonar árið 1736 fékk hann einnig þá þrjá þingstaði, sem eftir voru af syðsta hlutanum og hafði þá yfir að ráða alls fjórtán þingstöðum.16 Jens mun hafa verið hið mesta hraustmenni að burðum, en nokkuð drykkfelldur og óeirinn, er svo bar undir. Hann virðist hafa verið vin- sæll af alþýðu manna og yfirleitt ekki talið sig hátt yfir hana hafinn, þótt hann væri harðskeyttur og óvæginn við andstæðinga sína. Ekki virðist hann hafa safnað miklum auði þrátt fyrir stórt umdæmi, því að dánarbú hans hrökk hvergi nærri fyrir skuldum.17 Skilur þar mjög á með honum og Þorsteini sýslumanni, sem varð með auðugustu mönnum landsins.18 Gæti það bent til þess, að Jens hafi ekki verið mjög eftirgangssamur um minni háttar afbrot og fésektir, enda kemur það heim við alþýðuvin- sældir hans. Dauða Jens bar að með mjög dularfullum hætti snemma í maímánuði vorið 1740, er hann var í sýslurekstri ásamt lögsagnara sínum.19 Ætluðu þeir á báti úr Seyðisfirði yfir til Loðmundarfjarðar við fimmta mann auk einnar stúlku, en daginn eftir fannst báturinn rekinn að landi með fjór- um mönnum í, öllum látnum, en til Jens sýslumanns eða konunnar spurðist aldrei framar, og hefur aldrei upplýstst, hver urðu afdrif þeirra.20 Getið er um þetta slys í mörgum heimildum, en ekki virðast menn hafa verið á eitt sáttir um orsakir þess og tildrög öll. Fljótt virðast og hafa komizt á kreik ýmsar hviksögur um afdrif mannanna, sem fund- ust í bátnum, og einnig þeirra, sem aldrei komu fram, enda þótt óvíst sé, að þær hafi átt við nokkur rök að styðjast.21 Hér mun þó ekki gerð nein tilraun til þess að skýra orsakir þessa slyss, en benda má á, að hið skyndilega og dularfulla hvarf Jens Wíums hefði e.t.v. getað haft ein- hver áhrif á líf og athafnir Hans Wíums síðar meir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.