Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 55
múlaþing
53
sinni, Ingibjörgu Jónsdóttur Sigfússonar bónda á Egilsstöðum í Vopna-
firði (árið 1681) og konu hans, Sesselju Jóhannsdóttur,13 en árið 1703
er Sesselja sögð búandi að Stekk við kaupstaðinn í Breiðuvík ásamt
tveimur bömum hennar og Jóns, sem ekki er þar getið, þeirra á meðal
Ingibjörgu, sem þá er sögð 13 ára að aldri.14 Eftir fárra ára dvöl við
verzlunina í Breiðuvík tók Jens að slægjast eftir sýsluvöldum í Múla-
sýslu með þeim árangri, sem fyrr greinir. Virðist Jens þá þegar hafa tek-
ið við öllum störfum Bessa, sem þá var orðinn aldraður, en árið eftir
(1719) gerði hann samning við Þorstein Sigurðsson þess efnis, að hann
skyldi gegna með sér sýslumannsverkum, en hafa að launum helming
allra teknanna, og hélzt sá helmingaskiptasamningur þeirra allt til ársins
1738.15 Þegar Bessi sýslumaður lézt árið 1723, fékk Jens veitingu fyrir
allri sýslu hans, og við lát Hallgríms Jónssonar árið 1736 fékk hann
einnig þá þrjá þingstaði, sem eftir voru af syðsta hlutanum og hafði þá
yfir að ráða alls fjórtán þingstöðum.16
Jens mun hafa verið hið mesta hraustmenni að burðum, en nokkuð
drykkfelldur og óeirinn, er svo bar undir. Hann virðist hafa verið vin-
sæll af alþýðu manna og yfirleitt ekki talið sig hátt yfir hana hafinn, þótt
hann væri harðskeyttur og óvæginn við andstæðinga sína. Ekki virðist
hann hafa safnað miklum auði þrátt fyrir stórt umdæmi, því að dánarbú
hans hrökk hvergi nærri fyrir skuldum.17 Skilur þar mjög á með honum
og Þorsteini sýslumanni, sem varð með auðugustu mönnum landsins.18
Gæti það bent til þess, að Jens hafi ekki verið mjög eftirgangssamur um
minni háttar afbrot og fésektir, enda kemur það heim við alþýðuvin-
sældir hans.
Dauða Jens bar að með mjög dularfullum hætti snemma í maímánuði
vorið 1740, er hann var í sýslurekstri ásamt lögsagnara sínum.19 Ætluðu
þeir á báti úr Seyðisfirði yfir til Loðmundarfjarðar við fimmta mann auk
einnar stúlku, en daginn eftir fannst báturinn rekinn að landi með fjór-
um mönnum í, öllum látnum, en til Jens sýslumanns eða konunnar
spurðist aldrei framar, og hefur aldrei upplýstst, hver urðu afdrif
þeirra.20 Getið er um þetta slys í mörgum heimildum, en ekki virðast
menn hafa verið á eitt sáttir um orsakir þess og tildrög öll. Fljótt virðast
og hafa komizt á kreik ýmsar hviksögur um afdrif mannanna, sem fund-
ust í bátnum, og einnig þeirra, sem aldrei komu fram, enda þótt óvíst sé,
að þær hafi átt við nokkur rök að styðjast.21 Hér mun þó ekki gerð nein
tilraun til þess að skýra orsakir þessa slyss, en benda má á, að hið
skyndilega og dularfulla hvarf Jens Wíums hefði e.t.v. getað haft ein-
hver áhrif á líf og athafnir Hans Wíums síðar meir.