Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 67
múlaþing
65
áttu þau a.m.k. tvo syni, er hétu Níels og Evert.53 Launsonur Wíums úr
Vestmannaeyjum nefndist Kristján og ólst hann upp eystra.54 Guðrún
lézt árið 1771, rúmlega fimmtug og nokkru síðar gekk Wíum að eiga
Unu Guðmundsdóttur frá Nesi í Loðmundarfirði, en ekkert bam áttu
þau saman, svo að getið sé.55 Skiptum á dánarbúi Wíums lauk ekki fyrr
en 16. maí 1791 og hrukku eignir ekki fyrir skuldum.56
Hans Wíum var hagmæltur vel og talinn skáld gott, enda þótt lítið
liggi eftir hann í bundnu máli. Hann virðist ekki hafa lagt mikla rækt
við skáldgáfu sína, enda er mest af því, sem varðveitt er eftir hann,
tækifæris- og kersknisvísur ortar af handahófi. Má þar m.a. nefna vísur
um þá Þórarin Jónsson, sýslumann í Eyjafjarðarsýslu, (á latínu)57 og
Guttorm Hjörleifsson, lögsagnara Péturs Þorsteinssonar.58 Þá orti hann
erfiljóð eftir Lovísu, drottningu Danmerkur, undir danskvæðahætti,59 og
ýmislegt fleira er til eftir hann. Ekki er heldur hægt að segja, að mikið
liggi eftir Wíum í óbundnu máli, ef frá eru talin vanaleg embættisbréf,
sem flest eru rituð í hinum formfasta og hefðbundna embættismannastíl
aldarinnar. Þó eru varðveittar eftir hann nokkrar ritgerðir og skýrslur um
ýmis málefni, sem ýmist hafa verið prentaðar eða eru enn þá í handriti.
Má þar m.a. nefna lýsingu mið- og syðsta hluta Múlasýslu frá árinu
17476° Qg s]^ýrs| u p| Landsnefndarinnar fyrri frá 4. júlí 1771.61 Einnig er
til eftir hann allýtarleg ritgerð, sem fjallar um, hvemig skipta skuli hval
og reka, sennilega skrifuð um 1770.62 Þá er enn að geta tveggja greina
um dulræn efni eftir hann, sem fjalla um draugaganginn á Hjaltastað
árið 175063 og skrímslin í Lagarfljóti.64
Ekki verður annað séð en að Hans Wíum hafi yfirleitt hlotið góð eftir-
mæli alls þorra fólks á Austurlandi. í eftirmælaljóðum var hann oft
nefndur “göfugur” eða “ágætur”, en vafalaust hefur það verið sjaldgæft,
að valdsmenn þeirrar tíðar hlytu góð ummæli almennings látnir.6
V. Afskipti af réttarfarsmálum
1. Sunnefumálin
Ohætt mun að fullyrða, að fá sakamál hafi vakið meiri eftirtekt og
umtal hér á landi en Sunnefumálin svonefndu, bæði á þeim tíma, sem
þau stóðu yfir, og reyndar allt fram á vora daga. Hefur það sennilega að
miklu leyti stafað af þeirri óvissu, sem ríkti í upphafi í þessum málum,
enda tókst réttvísinni aldrei að leiða sannleikann í þeim í ljós, þrátt fyrir