Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 81
múlaþing
79
bominga, sem höfðu verið dæmd til dauða, enda vafasamt að taka hafi
mátt framburð slíkra vitna gildan sem ákæru á hendur yfirvaldi og dóm-
ara, eins og lögum og mannréttindum var þá háttað.33 Talar það líka
sínu máli, að gerð skyldi alger undantekning á starfsháttum lögréttunnar
í þetta skipti, er sakbomingar, sem hlotið höfðu dóm í héraði, voru tekn-
ir til sérstakrar yfirheyrslu í stað þess að vísa málinu aftur heim í hérað,
svo sem venja var að gera, þegar undirbúningi máls þótti ábóta vant.
Þá er það líka staðreynd, að með þessari yfirheyrslu var yngra barn-
eignarmál Sunnefu látið víkja til hliðar, því að eftir þetta miðaðist allur
rekstur þessa máls mjög einhliða að því að sanna á einhvern hátt sekt
Wíums í því, aðallega með þeirn formgöllum, sem verið höfðu á héraðs-
dómi hans og öðrum embættisglöpum, en mál Sunnefu var látið bíða
eftir úrslitum í þessu einkamáli Wíums. Af þessum sökum dróst það
líka svo mjög á langinn sem raun bar vitni.
Af því, sem segir í samtímaheimildum (öðrum en réttarskjölum) um
þetta mál, verða litlar ályktanir dregnar, enda er það næsta fáskrúðugt.
Svo virðist sem nokkuð hafi verið skiptar skoðanir manna um faðemi
bamsins, eins og Stefán Pálsson prestur í Vallanesi sagði síðar.34 I
Grímsstaðaannál, sem mun vera samtímaheimild, er getið um bameignir
Sunnefu, en þær báðar ranglega ársettar. Við árið 1742 segir: “Sömu
systkinin, sem bamið fyrir austan áttu 1741, áttu nú annað á þessu
ári”.35 Er því líklegast, að höfundur annálsins hafi farið eftir þeim
t’yggðarrómi, sem honum hefur borizt til eyma viðvíkjandi faðemi
þessa bams, og virðist Wíum ekkert hafa verið við það riðinn. Ekki ber
þó öllum saman um þetta, t.d. segir Gísli Konráðsson, að nálega mestur
þorri manna hafi ætlað systkinin hafa rétt fyrir sér. Hefur hann það eftir
Teiti Sigfússyni, er fyrr var nefndur.36 Ekki styrkist sú skoðun þó á
neinn hátt af framburði vitna í málinu, og má því ætla, að ekki hafi
nærri allur almenningur granað Wíum um græsku í þessu máli.
Enda þótt svo virðist sem fæstir hafi þótzt þess umkomnir að skera til
fullnustu úr um sekt eða sakleysi í þessu máli, þarf ekki að draga í efa,
að ýmsir munu hafa tekið framburði Sunnefu á þessu alþingi mjög
þakksamlega. Einn þeirra hefur án efa verið Lafrentz amtmaður, enda
brást hann sem fyrr skjótt við til aðgerða í málinu. I lok alþingis þetta ár
(24. júlí) gaf hann út þrjár tilskipanir allar varðandi þetta mál, og með
því virðist hann hafa viljað ganga þannig frá hnútunum, að það yrði tek-
ið til skjótrar og gaumgæfilegrar rannsóknar, svo að hægt væri að ljúka
því á alþingi árið eftir. Þetta fór þó á annan veg en til var ætlazt, þar
sem málið dróst nú ár frá ári, án þess að nokkuð verulegt væri aðhafzt í