Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 87
MÚLAÞING
85
sem valdið hefur. Hvorki sækjandinn, Pétur, né setudómarinn, Þorsteinn
faðir hans, koma neitt við sögu málsins næstu fimm árin. Það kann þó
að hafa ráðið einhverju, að Pétur sigldi til Hafnar haustið 1745 og
dvaldist þar í eitt ár.57
Eftir að dauðadómur Jens Wfums yfir þeim Jóni og Sunnefu hafði
verið staðfestur á alþingi árið 1743, var honum skotið til úrskurðar kon-
ungs, eins og fyrir var mælt. Er almennt talið, að konungur hafi náðað
þau að fullu af þessu broti án nokkurra skilyrða, en tilkynninguna um
náðunina hef ég ekki getað fundið, og virðist hún vera algerlega glötuð.
Eitthvað hafa þau systkinin haft sér til málsbóta, þar sem venjulega var
náðun konungs í slíkum málum einungis fólgin í því að breyta dauða-
dómi í ævilangt fangelsi og þrælkunarvinnu. Er líklegast, að æska þeirra
og fáfræði hafi ráðið mestu um þessa algeru náðun. Á þessum tíma mun
Sunnefa hafa dvalizt hjá Jóni Hjaltalín sýslumanni, en Jón verið í haldi
hjá Sigurði Stefánssyni sýslumanni, eins og fyrir var mælt á alþingi árið
1743. Um varðhald þeirra fórust Wíum svo orð, að Jón hefði verið hald-
inn laus og liðugur og gengið til sérhvers erfiðis, sem hver annar vinnu-
maður, enda hefði þetta frjálsræði hans leitt til þess, að hann hefði eign-
azt tvö böm í varðhaldinu, þar af annað með dóttur Sigurðar sýslu-
manns. Þá kvað hann Sunnefu á sama hátt hafa gengið lausa og liðuga
og verið vel erfiðandi í varðhaldinu í Nesi.58
Árið 1746 virðist ekkert hafa verið aðhafzt í málinu, né heldur virðast
nein bréfaskipti hafa farið fram á milli embættismanna landsins um það.
Það var ekki fyrr en um haustið 1747, sem því var loks hreyft á ný.
Hinn 20. september ritaði Pingel ýtarlega skýrslu um málið til konungs
og rakti þar sögu þess allt frá upphafi. Meðal annars skýrði hann frá því,
hversu erfiðlega hefði gengið að fá setudómara og sækjanda í því, þrátt
fyrir loforð og hótanir sínar og fyrirrennara síns (c: Lafrentz). Af þeim
sökum taldi hann sig tilneyddan að stinga upp á því, að konungur skip-
aði nefndardóm (“Commission”), til þess að rannsaka og dæma málið
og nefndi til þess þá Jón Benediktsson, sýslumann í Þingeyjarsýslu, og
Þórarin Jónsson, er þá var lögsagnari í Eyjafjarðarsýslu. Hins vegar
taldi hann, að Pétur Þorsteinsson ætti að verða sækjandi málsins áfram,
enda þótt hann hefði ekki gegnt skipun sinni sem skyldi.5 ’
Viðbrögð konungs við þessari beiðni urðu þó ekki alveg í samræmi
við óskir og tillögur amtmanns. Hinn 22. marz 1748 gaf konungur út
skipun til Pingels um að skipa enn að nýju sækjanda og setudómara í
málinu, en hafnað var uppástungu hans um skipun nefndardóms, m.a. á
þeirri forsendu, að sömu afsökunum (elli og sjúkleika) kynni alveg eins