Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 87

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 87
MÚLAÞING 85 sem valdið hefur. Hvorki sækjandinn, Pétur, né setudómarinn, Þorsteinn faðir hans, koma neitt við sögu málsins næstu fimm árin. Það kann þó að hafa ráðið einhverju, að Pétur sigldi til Hafnar haustið 1745 og dvaldist þar í eitt ár.57 Eftir að dauðadómur Jens Wfums yfir þeim Jóni og Sunnefu hafði verið staðfestur á alþingi árið 1743, var honum skotið til úrskurðar kon- ungs, eins og fyrir var mælt. Er almennt talið, að konungur hafi náðað þau að fullu af þessu broti án nokkurra skilyrða, en tilkynninguna um náðunina hef ég ekki getað fundið, og virðist hún vera algerlega glötuð. Eitthvað hafa þau systkinin haft sér til málsbóta, þar sem venjulega var náðun konungs í slíkum málum einungis fólgin í því að breyta dauða- dómi í ævilangt fangelsi og þrælkunarvinnu. Er líklegast, að æska þeirra og fáfræði hafi ráðið mestu um þessa algeru náðun. Á þessum tíma mun Sunnefa hafa dvalizt hjá Jóni Hjaltalín sýslumanni, en Jón verið í haldi hjá Sigurði Stefánssyni sýslumanni, eins og fyrir var mælt á alþingi árið 1743. Um varðhald þeirra fórust Wíum svo orð, að Jón hefði verið hald- inn laus og liðugur og gengið til sérhvers erfiðis, sem hver annar vinnu- maður, enda hefði þetta frjálsræði hans leitt til þess, að hann hefði eign- azt tvö böm í varðhaldinu, þar af annað með dóttur Sigurðar sýslu- manns. Þá kvað hann Sunnefu á sama hátt hafa gengið lausa og liðuga og verið vel erfiðandi í varðhaldinu í Nesi.58 Árið 1746 virðist ekkert hafa verið aðhafzt í málinu, né heldur virðast nein bréfaskipti hafa farið fram á milli embættismanna landsins um það. Það var ekki fyrr en um haustið 1747, sem því var loks hreyft á ný. Hinn 20. september ritaði Pingel ýtarlega skýrslu um málið til konungs og rakti þar sögu þess allt frá upphafi. Meðal annars skýrði hann frá því, hversu erfiðlega hefði gengið að fá setudómara og sækjanda í því, þrátt fyrir loforð og hótanir sínar og fyrirrennara síns (c: Lafrentz). Af þeim sökum taldi hann sig tilneyddan að stinga upp á því, að konungur skip- aði nefndardóm (“Commission”), til þess að rannsaka og dæma málið og nefndi til þess þá Jón Benediktsson, sýslumann í Þingeyjarsýslu, og Þórarin Jónsson, er þá var lögsagnari í Eyjafjarðarsýslu. Hins vegar taldi hann, að Pétur Þorsteinsson ætti að verða sækjandi málsins áfram, enda þótt hann hefði ekki gegnt skipun sinni sem skyldi.5 ’ Viðbrögð konungs við þessari beiðni urðu þó ekki alveg í samræmi við óskir og tillögur amtmanns. Hinn 22. marz 1748 gaf konungur út skipun til Pingels um að skipa enn að nýju sækjanda og setudómara í málinu, en hafnað var uppástungu hans um skipun nefndardóms, m.a. á þeirri forsendu, að sömu afsökunum (elli og sjúkleika) kynni alveg eins
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.