Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 88
86
MULAÞING
að verða beitt gegn skipun slíks dóms. Engu að síður skyldi nú verið vel
á verði gegn slíkum afsökunum, og var því lagt ríkt á við amtmann að
velja eingöngu til þessa starfs menn, sem ekki gætu haft átyllu til þess
að afsaka sig vegna aldurs síns. Ef þeir hins vegar skyldu verða löglega
forfallaðir, bæri honum að sjá til þess, að málið drægist ekki með því að
skipa strax aðra í þeirra stað, sem væru “duelige og beqvemme”.60
Ekki verður séð, að Pingel hafi neitt sinnt þessu boði konungs, þar
sem ekkert var að kalla má aðhafzt í málinu fyrr en árið 1751, er nefnd-
ardómur var loks skipaður í því, eins og Pingel hafði stungið upp á.
Þetta sama ár (2. apríl 1748) ritaði Wíum kvörtunarbréf til Pingels amt-
manns. Kveðst hann furða sig á þeim “undandrætti”, sem hafður sé á
máli Jóns og Sunnefu, enda séu tveir af meðdómsmönnum hans nú þeg-
ar látnir. Líti því helzt úr fyrir, að málið eigi með öllu að deyja út af, en
með því sé honum þó lítil virðing sýnd. Síðan segir í bréfinu:
“Er því enn þá mín ósk, að hans Velbyrdighe vilji hafa tilbærilega tilhlutan,
að málið sé fyrirtekið og þar til settir skikkanlegir og óviljugir menn, annars
beiðist eg í réttarins nafni, að hans Velbyrdighe tilsetji einhvem mann, fyrir
hverjum ég afleggi minn benegtelses eið fyrir óguðlega og dæmalausa lýsingu
Sunnefu, ekki í því skyni að hennar orð slíkt forþéni, heldur vegna annarra, sem
um þetta efni kynnu að hafa þá þanka, að eg sakaður væri”.61
Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir, hver tilgangur Wíums með
þessu bréfi hefur eiginlega verið. Hins vegar er mjög ólíklegt, að hann
hefði skrifað slíkt bréf, hefði hann vitað sig sannan að sök í umræddu
máli, það hefði a.m.k. verið mjög óhyggilegt að reka á eftir meðferð
þess undir slíkum kringumstæðum. Ef til vill hefur hann þó aðeins verið
að þreifa fyrir sér um það, hvers mætti vænta af hálfu yfirvaldanna í
málinu.
Hans sagði síðar, að hann hefði skrifað Pingel a.m.k. annað bréf “um
sama efni”, en aðeins fengið svar frá honum einu sinni.62 Virðist honum
því hafa verið þetta allmikið áhugamál, en sjá má af svarbréfi Pingels,
sem er dagsett 20. febrúar 1749, að Wíum fer hér með rétt mál. Greini-
legt er, að Pingel finnst það sízt sitja á Wíum að vera að reka á eftir
málinu, og telur hann bersýnilega eiga mesta sök á því, hversu rekstur
þess hafi gengið erfiðlega og seint. Hann segir m.a.:
“til Ansvar derpaa tiener, at jeg altfor rum Tid har föyet de Anstalter at dend
ilde berygtede Sag engang kommer til Endelighed, hvilket om saa lættere kand
skee, naar hr Sysselmand ved Inqvisitionens Foretagende ikke giör Udflugter,
mens hörsommelig under kaster sig Rettens lovmæssige Geinge”.63