Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 88

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 88
86 MULAÞING að verða beitt gegn skipun slíks dóms. Engu að síður skyldi nú verið vel á verði gegn slíkum afsökunum, og var því lagt ríkt á við amtmann að velja eingöngu til þessa starfs menn, sem ekki gætu haft átyllu til þess að afsaka sig vegna aldurs síns. Ef þeir hins vegar skyldu verða löglega forfallaðir, bæri honum að sjá til þess, að málið drægist ekki með því að skipa strax aðra í þeirra stað, sem væru “duelige og beqvemme”.60 Ekki verður séð, að Pingel hafi neitt sinnt þessu boði konungs, þar sem ekkert var að kalla má aðhafzt í málinu fyrr en árið 1751, er nefnd- ardómur var loks skipaður í því, eins og Pingel hafði stungið upp á. Þetta sama ár (2. apríl 1748) ritaði Wíum kvörtunarbréf til Pingels amt- manns. Kveðst hann furða sig á þeim “undandrætti”, sem hafður sé á máli Jóns og Sunnefu, enda séu tveir af meðdómsmönnum hans nú þeg- ar látnir. Líti því helzt úr fyrir, að málið eigi með öllu að deyja út af, en með því sé honum þó lítil virðing sýnd. Síðan segir í bréfinu: “Er því enn þá mín ósk, að hans Velbyrdighe vilji hafa tilbærilega tilhlutan, að málið sé fyrirtekið og þar til settir skikkanlegir og óviljugir menn, annars beiðist eg í réttarins nafni, að hans Velbyrdighe tilsetji einhvem mann, fyrir hverjum ég afleggi minn benegtelses eið fyrir óguðlega og dæmalausa lýsingu Sunnefu, ekki í því skyni að hennar orð slíkt forþéni, heldur vegna annarra, sem um þetta efni kynnu að hafa þá þanka, að eg sakaður væri”.61 Ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir, hver tilgangur Wíums með þessu bréfi hefur eiginlega verið. Hins vegar er mjög ólíklegt, að hann hefði skrifað slíkt bréf, hefði hann vitað sig sannan að sök í umræddu máli, það hefði a.m.k. verið mjög óhyggilegt að reka á eftir meðferð þess undir slíkum kringumstæðum. Ef til vill hefur hann þó aðeins verið að þreifa fyrir sér um það, hvers mætti vænta af hálfu yfirvaldanna í málinu. Hans sagði síðar, að hann hefði skrifað Pingel a.m.k. annað bréf “um sama efni”, en aðeins fengið svar frá honum einu sinni.62 Virðist honum því hafa verið þetta allmikið áhugamál, en sjá má af svarbréfi Pingels, sem er dagsett 20. febrúar 1749, að Wíum fer hér með rétt mál. Greini- legt er, að Pingel finnst það sízt sitja á Wíum að vera að reka á eftir málinu, og telur hann bersýnilega eiga mesta sök á því, hversu rekstur þess hafi gengið erfiðlega og seint. Hann segir m.a.: “til Ansvar derpaa tiener, at jeg altfor rum Tid har föyet de Anstalter at dend ilde berygtede Sag engang kommer til Endelighed, hvilket om saa lættere kand skee, naar hr Sysselmand ved Inqvisitionens Foretagende ikke giör Udflugter, mens hörsommelig under kaster sig Rettens lovmæssige Geinge”.63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.