Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Qupperneq 95
MÚLAÞING
93
að Sunnefa hefði sofið hjá sér um nætur að beiðni sýslumanns, en hvort
einhverjar nætur hafi fallið undan, kvaðst hún nú ekki muna lengur.
Guðný, systir Wíums, kvaðst hafa séð systkinin allsnakin undir sömu
fötum sumarið sem faðir hennar lézt (1740), áður en Hans var kominn
af alþingi og margoft eftir það. Sama háttalag sagðist hún einnig hafa
séð til þeirra fyrrgreindan vetur á hápallinum á Skriðuklaustri, en ekki
mundi hún, hvort fleiri sáu til þeirra. Salný Högnadóttir kvaðst einnig
hafa vitað til þess, að Jón flytti sig um nætur inn á hápallinn til þess að
liggja þar í öðru rúmi en Sunnefa, en ekki hefði hún vitað, í “hverri
veru” hann gerði það. Þá báru þau öll, að sakbomingarnir hefðu gengið
laus og liðug, er þau voru í varðhaldi á Skriðuklaustri.78 Af framburði
þessara vitna hafði því í raun og veru ekkert komið fram, sem benti til
þess,að ákæra Sunnefu á hendur Wíum ætti við rök að styðjast, en aftur
á móti virtust líkindin gegn Jóni mjög ótvíræð. Verður vart gengið fram
hjá þessari staðreynd, þegar reynt er að brjóta mál þetta til mergjar.
Næstur kom fyrir réttinn séra Magnús Guðmundsson á Hallormsstað, en
hann var einn af þeim fimm, sem Wíum hafði stefnt til þingsins. Kvaðst
hann engar upplýsingar geta gefið um faðerni barns Sunnefu, en sagði
orðrétt:
“þegar ég yfirtalaði bróðir hennar Jón burtflúinn úr fangahaldi frá Klaustrinu
árið 1743 og á leiðinni setti honum sín verk fyrir sjónir, þá hafði ég eingva or-
sök til, hvorki af orðróm og ei heldur af hans bljúgu viðmóti, en sannarlega í-
mynda mér, að hann væri faðir að síðara barni hennar”.79
Hljóta þessi ummæli Magnúsar að vera þung á metunum, ekki sízt
þar sem lítill vinskapur mun hafa verið með honum og Wíum.80
Viðvíkjandi upplýsingum um héraðsdóm Wíums yfir systkinunum
vorið 1742 vitnuðu þeir Björn Ingimundarson, Örnólfur Magnússon,
Ivar Amason, Þorsteinn Jónsson og Jón Jónsson á Eyvindará. Allir
höfðu þeir skrifað (eða látið skrifa) nöfn sín undir fyrmefndan dóm,
enda játuðu þeir því undanbragðalaust að hafa verið á þinginu og setið
réttinn sem meðdómsmenn Wíums, að undanskildum Jóni á Eyvindará,
en eins og fram hefur komið, taldi hann sig hafa verið nefndan til þess
án sinnar vitundar. Tveir meðdómsmannanna voru nú látnir, og um
meinbugina á Ömólfi Magnússyni hefur áður verið rætt. Fyrir hina þrjá,
sem allir virtust hafa verið fullkomlega löglegir aðiljar að dóminum,
voru nú lagðar sams konar spurningar, og beindist rannsóknin fyrst og
fremst að því að kanna, hvort einhverjir lagalegir formgallar eða fljóta-
skrift hefði verið á þinghaldinu og uppkvaðningu dómsins. Til dæmis