Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 104

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 104
102 MULAÞING að sitja réttinn ásamt þeim og verið sér þess vel meðvitandi. Tvö vitn- anna kváðust meira að segja muna, hvar Sigurður sat í þinghúsinu, enda þótt ekki væru þau öll viss í því, hversu lengi hann hefði verið þar eða hvort það var alveg til loka. Grímur Bessason sagðist þó hafa horft á það, er Sigurður handsalaði Bjama Einarssyni undirskrift sína og séð hann skrifa nafn Sigurðar undir dóminn. Annað vitni skýrði svo frá, að Sigurður hefði beðið Wíum um að skrifa nafn sitt undir dóminn, en hann hefði hafnað því og sagt það kynni að skaða sig. Ekki sagðist hann muna, hvemig fór með undirskrift Sigurðar, og sama báru hin vitnin tvö.90 í framburði vitnanna virðist koma skýrt fram, að Sigurður hafi verið á umræddu þingi, setið réttinn og þátttaka hans í honum hafi að öllu leyti verið lögum samkvæmt, að undanskildu því, að hann hefur handsalað Bjarna Einarssyni undirskrift sína. Það gat þó varla talizt mjög saknæmt, hafi hann ekki verið vel skrifandi, sem ekki þótti mikið tiltökumál hér á landi í þá daga. Telja verður mjög ósennilegt, að öll vitnin hafi borið rangan framburð, og hlýtur hann því að verða að skoð- ast þyngri á metunum en eiður Sigurðar, sem annars virðist hafa verið lítt ábyggilegur maður. Samkvæmt tilkynningu frá Rantzau stiftamtmanni var málið svo langt komið árið 1752, að aðeins eitt vitni var óyfirheyrt, og mun þar hafa verið átt við Sigurð Brynjólfsson. Enda þótt hann hefði nú verið yfir- heyrður, dróst það enn í um það bil eitt ár, að nefndardómaramir boð- uðu til þings til þess að dæma í málinu, og enga grein virðast þeir held- ur hafa gert fyrir þeim drætti. Varð Wíum enn til þess að reka á eftir úr- slitum málsins, enda átti hann nú mikið í húfi að fá aftur embætti sitt. Hinn 28. ágúst 1753 hefur hann ritað konungi bréf um málið. Það er nú ekki lengur varðveitt, en efni þess virðist m.a. hafa verið kvörtun yfir því, að nefndardómaramir hafi ekki enn útkljáð málið, heldur dregið það ár frá ári ásamt sýslumönnunum tveimur, staðgenglum hans, og ekki einu sinni stefnt (“indvarslet”) honum eða öðrum viðkomendum til að hlýða á dóm í því. Svo virðist sem Rantzau og aðrir stjómarmeðlim- ir, sem þetta mál heyrði undir, hafi sannfærzt af bréfi Wíums og orðið hlynntari honum í málinu upp frá því en verið hafði til þessa. Hinn 5. apríl 1754 gaf konungur út skipun til stiftamtmanns, þar sem sagði, að nefndardómurunum (Bimi og Þórarni) skyldi bent á óhlýðni þeirra, þar sem þeir hafi ekki enn þá greint frá því, hvað hafi hindrað þá frá því að leiða málið til lykta. Skyldu þeir alvarlega minntir á, að svo framarlega sem ástæður þeirra fyrir drætti málsins séu ekki fullgildar, megi þeir eiga á hættu að verða sviptir embættum sínum um tíma eða fyrir fullt og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.