Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 118
116
MÚLAÞING
liggur í augum uppi, að hefði Wíum þvingað þau til að játa þetta á sig
var sú hætta ávallt fyrir hendi, að þau reyndu að bjarga lífinu með því
að opinbera sannleikann, hvenær sem tækifæri gæfist. Hefði þetta þá
verið í meira lagi hæpin ráðstöfun hjá Wíum, ekki sízt þar sem hann
fylgdi málinu ekki fastara eftir en hann gerði með því að fara ekki sjálf-
ur til alþingis árið 1743, er dæma átti í því. Þá er á það að benda, að
framburður systkinanna hefur alls ekki tilefni til þess að álykta, að
Wíum hafi beitt þau nokkrum harðræðum eða þvingað þau á nokkum
hátt til þess að játa á sig þetta brot, enda var varðhald þeirra ekki
strangt. Ef svo hefur ekki verið, gat varla verið nokkur ástæða fyrir þau
að leyna sannleikanum vegna ótta við Wíum, sé gengið út frá heil-
brigðri skynsemi og dómgreind þeirra beggja. Auk þess liðu, sem fyrr
segir, fjórir mánuði frá fæðingu bamsins til fyrstu yfirheyrslu Wíums
yfir Sunnefu og á þeim tíma hefði hún að öllu sjálfráðu átt þess fullan
kost að ljóstra upp sannleikanum fyrir áhrifavaldi Wíums og hótunum,
ekki sízt þar sem hann hafði aldrei rætt neitt um þetta mál við hana fyrir
þann tíma, að því er hún sjálf sagði. Enn mælir það gegn framburði
systkinanna, að ekkert vitnanna kannaðist við að hafa heyrt Wíum eign-
að þetta barn, fyrr en eftir að fréttir bárust frá alþingi árið 1743.
3. Astæðan til þess, að Wíum sendi aðeins útdrátt héraðsdóms síns til
alþingis hefur að líkindum verið fyrmefndir formgallar dómsins. Það,
að nöfn a.m.k. tveggja meðdómsmannanna voru rituð undir dóminn
með annarra hendi en þeirra sjálfra, hefði vafalaust þótt nokkuð tor-
tryggilegt, ef það hefði orðið opinbert. Sennilega hefur þó Wíum staðið
í þeirri trú, að lögréttan myndi taka útdráttinn gildan, enda þótt annað
yrði upp á teningnum.
4. Enda þótt svo kunni að virðast sem staðfastur framburður Sunnefu
allt til dauðadags beri vott um sannleiksgildi hans, verður samt ekki
gengið framhjá því, sem sagt hefur verið um áreiðanleik margs af því,
sem hún bar fyrir rétti, og hlýtur því allur framburður hennar að dæmast
heldur lítils virði. Ef einnig er höfð hliðsjón af því, sem vitni báru um
samvistir Jóns og Sunnefu veturinn sem bamið kom undir, virðist aug-
ljóst, að hún hafi engan veginn getað þrætt svo fyrir hann sem hún
gerði, enda þótt sú skýring sé að vísu fyrir hendi, að báðir hafi átt eitt-
hvað vingott við hana, eins og áður hefur verið getið til. Þá ber að hafa í
huga, að í rauninni er ekkert óeðlilegt við það, þótt Sunnefa héldi fast
við sakleysi sitt, þar sem fráhvarf þar frá hefði vissulega kostað líf
þeirra beggja. Verða því tæpast dregnar nokkrar ályktanir um sekt
Wíums út frá því atriði.