Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 118

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 118
116 MÚLAÞING liggur í augum uppi, að hefði Wíum þvingað þau til að játa þetta á sig var sú hætta ávallt fyrir hendi, að þau reyndu að bjarga lífinu með því að opinbera sannleikann, hvenær sem tækifæri gæfist. Hefði þetta þá verið í meira lagi hæpin ráðstöfun hjá Wíum, ekki sízt þar sem hann fylgdi málinu ekki fastara eftir en hann gerði með því að fara ekki sjálf- ur til alþingis árið 1743, er dæma átti í því. Þá er á það að benda, að framburður systkinanna hefur alls ekki tilefni til þess að álykta, að Wíum hafi beitt þau nokkrum harðræðum eða þvingað þau á nokkum hátt til þess að játa á sig þetta brot, enda var varðhald þeirra ekki strangt. Ef svo hefur ekki verið, gat varla verið nokkur ástæða fyrir þau að leyna sannleikanum vegna ótta við Wíum, sé gengið út frá heil- brigðri skynsemi og dómgreind þeirra beggja. Auk þess liðu, sem fyrr segir, fjórir mánuði frá fæðingu bamsins til fyrstu yfirheyrslu Wíums yfir Sunnefu og á þeim tíma hefði hún að öllu sjálfráðu átt þess fullan kost að ljóstra upp sannleikanum fyrir áhrifavaldi Wíums og hótunum, ekki sízt þar sem hann hafði aldrei rætt neitt um þetta mál við hana fyrir þann tíma, að því er hún sjálf sagði. Enn mælir það gegn framburði systkinanna, að ekkert vitnanna kannaðist við að hafa heyrt Wíum eign- að þetta barn, fyrr en eftir að fréttir bárust frá alþingi árið 1743. 3. Astæðan til þess, að Wíum sendi aðeins útdrátt héraðsdóms síns til alþingis hefur að líkindum verið fyrmefndir formgallar dómsins. Það, að nöfn a.m.k. tveggja meðdómsmannanna voru rituð undir dóminn með annarra hendi en þeirra sjálfra, hefði vafalaust þótt nokkuð tor- tryggilegt, ef það hefði orðið opinbert. Sennilega hefur þó Wíum staðið í þeirri trú, að lögréttan myndi taka útdráttinn gildan, enda þótt annað yrði upp á teningnum. 4. Enda þótt svo kunni að virðast sem staðfastur framburður Sunnefu allt til dauðadags beri vott um sannleiksgildi hans, verður samt ekki gengið framhjá því, sem sagt hefur verið um áreiðanleik margs af því, sem hún bar fyrir rétti, og hlýtur því allur framburður hennar að dæmast heldur lítils virði. Ef einnig er höfð hliðsjón af því, sem vitni báru um samvistir Jóns og Sunnefu veturinn sem bamið kom undir, virðist aug- ljóst, að hún hafi engan veginn getað þrætt svo fyrir hann sem hún gerði, enda þótt sú skýring sé að vísu fyrir hendi, að báðir hafi átt eitt- hvað vingott við hana, eins og áður hefur verið getið til. Þá ber að hafa í huga, að í rauninni er ekkert óeðlilegt við það, þótt Sunnefa héldi fast við sakleysi sitt, þar sem fráhvarf þar frá hefði vissulega kostað líf þeirra beggja. Verða því tæpast dregnar nokkrar ályktanir um sekt Wíums út frá því atriði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.