Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Blaðsíða 125
MÚLAÞING
123
fyrir þjófnað í þriðja sinn. Höfðu allir þessir sakborningar verið dæmdir
í þyngstu refsingu í héraði, og staðfesti lögréttan þá alla óbreytta.2 Er
því svo að sjá, sem Wíum hafi ekki lagt sig mjög fram um að refsa þess-
um mönnum.
Ekki verða miklar breytingar í þessum efnum eftir árið 1751; Wíums
getur aðeins örsjaldan í sambandi við störf alþingis. Arið 1752 lét hann
lýsa eftir konu einni úr Múlasýslu, Oddnýju Nikulásdóttur að nafni, sem
strokið hefði burt af heimili sínu án “Attests”, grunuð um “fliootlega
missta Þickt”, sem hún þó hefði neitað stafa af fóstri. Taldi Wíum hana
þá dveljast í Fjósum (sennilega í Fnjóskadal) og kvaðst með þessari
auglýsingu vilja koma í veg fyrir, að hún slyppi við verðuga refsingu.3
Vafalaust hefðu einhverjir sýslumenn gengið harðara fram í því að
koma lögum yfir konu, sem grunuð var um dulsmál, en Wíum virðist
hafa gert í þessu tilviki, enda kemur ekki fram, að konu þessari hafi
nokkum tíma verið refsað. Næst getur Wíums í sambandi við störf al-
þingis árið 1758, eða sama árið og héraðsdómur hans yfir Jóni Jónssyni
(bróður Sunnefu) var loks staðfestur í yfirréttinum. A því sama alþingi
lagði Wíum fram héraðsdóm sinn, genginn í Þingmúla 17. maí 1758,
yfir öðrum Jóni Jónssyni fyrir þjófnað á hesti í annað sinn. Hafði Wíum
dæmt hann í þyngstu refsingu, sem hljóðaði m.a. upp á ævilanga þrælk-
unarvinnu, og kann það í fljótu bragði að virðast nokkuð þungur dómur
miðað við málavöxtu, en af samanburði við hliðstæð mál frá þessum
tíma sést, að hann hefur á allan hátt verið eðlilegur. Gekkst sakboming-
urinn við sökinni, en verjandi hans, Eiríkur Jónsson lögréttumaður
(mágur Hans Wíums) hafði ekkert fram að færa honum til málsbóta,
enda var héraðsdómur Wíums “alldeiles Confimeradur”.4 Ef til vill
mætti líta svo á, að afstaða Wíums í þessu máli bendi til þess, að ekki
hafi hann sýnt öllum sakamönnum mikla miskunnsemi, úr því að hann
reyndi ekki að fella vægari dóm yfir þessum sakborningi eða bjarga
honum á einhvem annan hátt. Hugsanlegt er þó, að orsakanna sé að leita
til tímabundinna ófara Wíums í Sunnefumálunum, er þá stóðu sem
hæst, enda er það a.m.k. staðreynd, að fleiri slíkir héraðsdómar komu
ekki frá hans hendi síðar. A þessu sama alþingi (árið 1758) skipaði
Magnús amtmaður Wíum verjanda í málum tveggja sakamanna, er
gengið höfðu í Barðastrandarsýslu, eins og áður er getið. Hafði Davíð
Scheving sýslumaður dæmt þá báða í þyngstu refsingu í héraði, þar sem
þeir voru uppvísir að því að hafa brotið af sér áður, annan fyrir þjófnað
og dráp á hesti. Hinn síðamefndi færði sér það til afsökunar, að glæpur-
inn hefði verið framinn í hungursneyð, enda þótt hann gengist við hon-