Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 153

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 153
MÚLAÞING 151 Dal, og var þá löngum komið við hjá Önnu ef menn voru á ferð, og Pét- ur mun oft hafa verið á ferðinni á þessum árum. Einnig kom Anna oft við á Seli er hún var að létta sér upp á reiðhesti sínum, en hún, sem aðrir Heiðarbúar, reið stundum um heiðina á góðviðrisdögum sér til hressingar. Eftir að ég hafði hlýtt á frásögn Péturs af hrakningum þeirra Önnu eitt sinn um vetrartíma, er þau lentu í blindbyl á milli bæja og litlu mátti muna að þau yrðu úti í það sinn, fór ég fyrir alvöru að íhuga hver hún hefði verið, þessi einstæðingskona sem alltaf var nefnd Anna í Vetur- húsum. Eg hafði að vísu heyrt að hún hefði verið af skaftfellskum ætt- um, en meira vissi ég ekki um hana. Vaknaði nú forvitni mín að vita meira um hana og hvemig því vék við að hún kom austur í Múlasýslur á sínum tíma. Heyrt hafði ég að hún hefði lengi verið vinnukona á Daln- um áður en hún kom í Veturhús, en er hún kom þangað var hún komin á efri ár. Ef til vill hefur henni fundist að nú væri kominn tími til að slíta endanlega vistarbandið sem frá ómunatíð hafði haldið vinnufólki til sjávar og sveita í fjötrum þó að um þessar mundir væri nokkuð farið að slakna á því. Ymsar spurningar komu fram í huga minn og fýsti mig að reyna að fá einhver svör við þeim. Vissi ég þó að aldrei fengi ég ítarlega vitneskju um hennar ævibraut, og aðeins eru mjög fáir eftir hér ofan moldar sem muna hana. En alltaf hlyti ég þó að geta rakið ættir hennar eitthvað aftur í aldir, og forvitnilegt fannst mér það vera. Margir Skaftfellingar komu austur í Múlasýslur á öldinni sem leið, og þessvegna eiga margir núlif- andi Austfirðingar ættir að rekja til Skaftfellinga sem kunnugt er. í þessari heimildasöfnun rninni hefi ég reynt að kappkosta að hafa allt sem sannast og réttast, og hafnað hefi ég hinu sem vafasamt kann að reynast. Mér hefur alltaf fundist það vera léleg sagnaritun að ala á ýmis- konar óhróðri og sveitaslúðri um fólk sem löngu er farið til feðra sinna og búið að skila dagsverki sínu hér í heimi við misjafnar aðstæður. Finnst mér nær að minnast þess með virðingu, því að oft hefur það vafa- laust fundið til - í stormum sinna tíða. Anna á það vissulega skilið að hennar sé minnst, og það á miklu veglegri hátt heldur en ég er að reyna hér á þessum blöðum. Hún lifði á því sem landið gaf og var aldrei í elli sinni upp á aðra komin. Hún mun hafa komið í Veturhús vorið 1925, og keypti hún jörðina og borgaði með peningum, og þar bjó hún til banadægurs 30. 1. 1937 eða í 12 ár. Þegar hún flutti í Veturhús fékk hún með sér á býlið þingeyskan mann ókvæntan, Bjama Þorgrímsson. Verður síðar sagt frá honum nánar. Þau Anna bjuggu á Veturhúsum upp frá því, og eftir að Anna lést fékk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.