Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 153
MÚLAÞING
151
Dal, og var þá löngum komið við hjá Önnu ef menn voru á ferð, og Pét-
ur mun oft hafa verið á ferðinni á þessum árum. Einnig kom Anna oft
við á Seli er hún var að létta sér upp á reiðhesti sínum, en hún, sem aðrir
Heiðarbúar, reið stundum um heiðina á góðviðrisdögum sér til hressingar.
Eftir að ég hafði hlýtt á frásögn Péturs af hrakningum þeirra Önnu eitt
sinn um vetrartíma, er þau lentu í blindbyl á milli bæja og litlu mátti
muna að þau yrðu úti í það sinn, fór ég fyrir alvöru að íhuga hver hún
hefði verið, þessi einstæðingskona sem alltaf var nefnd Anna í Vetur-
húsum. Eg hafði að vísu heyrt að hún hefði verið af skaftfellskum ætt-
um, en meira vissi ég ekki um hana. Vaknaði nú forvitni mín að vita
meira um hana og hvemig því vék við að hún kom austur í Múlasýslur á
sínum tíma. Heyrt hafði ég að hún hefði lengi verið vinnukona á Daln-
um áður en hún kom í Veturhús, en er hún kom þangað var hún komin á
efri ár. Ef til vill hefur henni fundist að nú væri kominn tími til að slíta
endanlega vistarbandið sem frá ómunatíð hafði haldið vinnufólki til
sjávar og sveita í fjötrum þó að um þessar mundir væri nokkuð farið að
slakna á því.
Ymsar spurningar komu fram í huga minn og fýsti mig að reyna að fá
einhver svör við þeim. Vissi ég þó að aldrei fengi ég ítarlega vitneskju
um hennar ævibraut, og aðeins eru mjög fáir eftir hér ofan moldar sem
muna hana. En alltaf hlyti ég þó að geta rakið ættir hennar eitthvað aftur
í aldir, og forvitnilegt fannst mér það vera. Margir Skaftfellingar komu
austur í Múlasýslur á öldinni sem leið, og þessvegna eiga margir núlif-
andi Austfirðingar ættir að rekja til Skaftfellinga sem kunnugt er.
í þessari heimildasöfnun rninni hefi ég reynt að kappkosta að hafa allt
sem sannast og réttast, og hafnað hefi ég hinu sem vafasamt kann að
reynast. Mér hefur alltaf fundist það vera léleg sagnaritun að ala á ýmis-
konar óhróðri og sveitaslúðri um fólk sem löngu er farið til feðra sinna
og búið að skila dagsverki sínu hér í heimi við misjafnar aðstæður.
Finnst mér nær að minnast þess með virðingu, því að oft hefur það vafa-
laust fundið til - í stormum sinna tíða.
Anna á það vissulega skilið að hennar sé minnst, og það á miklu
veglegri hátt heldur en ég er að reyna hér á þessum blöðum. Hún lifði á
því sem landið gaf og var aldrei í elli sinni upp á aðra komin. Hún mun
hafa komið í Veturhús vorið 1925, og keypti hún jörðina og borgaði
með peningum, og þar bjó hún til banadægurs 30. 1. 1937 eða í 12 ár.
Þegar hún flutti í Veturhús fékk hún með sér á býlið þingeyskan mann
ókvæntan, Bjama Þorgrímsson. Verður síðar sagt frá honum nánar. Þau
Anna bjuggu á Veturhúsum upp frá því, og eftir að Anna lést fékk