Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Síða 159
MÚLAÞING
157
ingana, en Bjami skyldi fara með henni sem ráðsmaður á býlið. Hann
mun þá, þegar hér var komið sögu, hafa átt töluverðan fjárstofn eftir því
sem þá tíðkaðist um lausamenn. Ef til vill hefur Anna einnig átt ein-
hverjar kindur, svo að bústofninn mun ekki hafa verið lítill þegar haft er
í huga að ekki þurftu að lifa af honum nema tvær manneskjur.
Ekki er þó víst að þau Bjarni og Anna hafi flutt að Veturhúsum fyrr en
um vorið 1925, því að verið getur að þau hafi verið vistráðin þangað til
og ekki getað fengið því breytt.
I fasteignamati frá 1932 er bústofninn á Veturhúsum 1 kýr, 70 fjár og
5 hross. Mun það vera meðaltal næstu fimm ára á undan.
Aðdragandi þess er þau Anna og Bjami flytja í Veturhús sýnir það
ljóslega að þau töldu ekki fýsilegt að vera áfram í vinnumennsku. Þau
kusu bæði fremur að ráða sér sjálf eins og fleiri sem byggðu heiðina
höfðu raunar gert á undan þeim. En ef til vill mundu sumir segja að það
hafi verið ljóta yfirsjónin hjá þeim að fara ekki til Ameríku á sínum
tíma.
A Veturhúsum
Anna bjó nú á Veturhúsum um skeið ásamt Bjarna ráðsmanni sínum,
og munu þau hafa verið samhent og komist vel af, enda voru þau alltaf
bara tvö. Ekki munu þau þó hafa fengið orð á sig fyrir snyrtimennsku
hvorki innan né utan dyra. Anna var mjög sérstæður persónuleiki, og
ekki var hún talin þrifin, en góð var hún gestum sínum sem að garði bar.
Bjarni var einnig mjög sérstæður, en hann kom sér alltaf vel við ná-
granna sína. Hann reið á Brúnku sinni vítt og breitt um heiðina, var mik-
ið á ferðinni. Hann var ekki mikill bógur við heyskap, og lét honum bet-
ur að halda kindum sínum til beitar eins lengi og kostur var. Það urðu
raunar allir bændur að gera á þessum tíma. Einnig var hann klaufi við að
hafa not af silungsveiðinni, gekk illa að hafa netin í lagi og veiddi aðal-
lega í lækjum og kílum.
Ekki urðu menn varir við annað en vel færi á með þeim Bjama og
Onnu, og talaði Anna alltaf hlýlega við Bjama sinn. Hún hafði, löngu
áður en hún dó, verið búin að gefa Bjama Veturhús eftir sinn dag, og
vildi hún að hann gæti verið þar kyrr framvegis. Þetta vissu allir heiðar-
búar sem voru þeim kunnugir, en þar sem ekki var til stafkrókur fyrir
því á blaði, þá var ekki hægt að taka það gilt.
Anna lést svo hinn 30/1 1937, og eftir dauða hennar fóru yfirvöld á
stúfana til að leita að ættingjum hennar sem áttu að erfa hana lögum
samkvæmt.