Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 200

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Side 200
198 MÚLAÞING sjónarauga og það lét eg mér duga, lagði upp í gil, og fór að reyna að ná læknum upp. Þar stóð eg við einsamall í 5 daga. Ekki voru aðrir vinnu- menn en eg og smaladrengur. Faðir minn kom opt til mín og var að segja mér að hætta, því það mundi vera hreint ómögulegt að ná læknum upp úr gilinu. En mér sýndist annað og hélt áfram verki mínu. Eg fór í brattan lausamel, mokaði braut og götu niður í hann 20 faðma að gil- brún, tyrfði síðan götuna, og hlóð beggja vegna garð úr torfi og grjóti, og þegar þettað var búið hleypti eg læknum í rásina, og hann rennur með hallandi straum upp á gilbarm, og þá var stærsta stefið unnið, að koma læknum upp úr gilinu. Þá kom nú faðir minn með hjálp, því eptir vóru hérumbil 300 faðmar, að leiða vatnið eptir melum og moldarflögum, sem alltaf varð að hlaða rennu meðfram, þar til að það komst á allt hærra túnið, sem færði þann ávöxt, að það tún gaf af sér 30 hestum meira enn nokkru sinni hafði áður komið. Árið eptir fór eg að sýsla við vatnsveitingu á nesið fyrir neðan Bessa- staðaána. Það var að sönnu komin lítilfjörleg byrjun á Framnesið, en allt Útnesið, fyrir utan svokallaðan Vaðal, stóð þurrt og skrælnaði upp þegar svo viðraði. Vaðallinn er gamall farvegur eptir ána, hún rann þar fyrir aldamótin 1800. Svo settum við stíflugarð í Vaðalinn og svo var vatnið fengið á Útnesið, Breiðumýri, Bakkastykki, Fífuhólmana, Seiga- ker og Koppaker. Svo hlóðum við garð fram í Melakvísl, hérumbil á landamerkjum milli Handborgarengis og Bessastaða, þó dálítið ofar, því það hagaði betur efninu og marga smágarða út á Nesinu, og þetta vor unnum við Einar minn Sigfússon á Stórabakka mest að þessu, og Eiríkur Sigurðsson, sem fyrr getur. Eg fór opt af stekknum á kvöldin ofan á Nes og lagði garðspotta fyrir vatn, þar sem að eg sá að með þurfti. Eg var oftast frískastur til vinnu á kvöldin, því eg var fæddur með þeim ósköp- um, að mér þótti gott að sofa á morgnana, var þessvegna heldur þungt um frameptir degi, en náði þó aptur mínu, fengi eg að sofa framundir dagmálin. Svo komu til vinnufélögin í dalnum, við vatnsveitingar og annað. Þó var minnst unnið af þeim á Bessastöðum, einn garður norður Breiðu- mýrina, 160 faðma langur, knéhár, en það var unnið af heimamönnum, svo mörgum hundruðum skipti, sem á að vera til í skjölum yfirmanna. Og þama þurfti árlega í að standa, því áin eyðilagði svo opt verk mann- anna og spurði aungan að, og margan dag hafði eg þar lúna og blauta handleggi upp úr vatni. Við Einar byggðum um vorið hlöðu sem tók 96 hesta af þurru útheyi, og sperrureisti eg hana, því eg sá það mikið trjádrýgra, og var það víst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.