Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1992, Page 200
198
MÚLAÞING
sjónarauga og það lét eg mér duga, lagði upp í gil, og fór að reyna að ná
læknum upp. Þar stóð eg við einsamall í 5 daga. Ekki voru aðrir vinnu-
menn en eg og smaladrengur. Faðir minn kom opt til mín og var að
segja mér að hætta, því það mundi vera hreint ómögulegt að ná læknum
upp úr gilinu. En mér sýndist annað og hélt áfram verki mínu. Eg fór í
brattan lausamel, mokaði braut og götu niður í hann 20 faðma að gil-
brún, tyrfði síðan götuna, og hlóð beggja vegna garð úr torfi og grjóti,
og þegar þettað var búið hleypti eg læknum í rásina, og hann rennur með
hallandi straum upp á gilbarm, og þá var stærsta stefið unnið, að koma
læknum upp úr gilinu. Þá kom nú faðir minn með hjálp, því eptir vóru
hérumbil 300 faðmar, að leiða vatnið eptir melum og moldarflögum,
sem alltaf varð að hlaða rennu meðfram, þar til að það komst á allt hærra
túnið, sem færði þann ávöxt, að það tún gaf af sér 30 hestum meira enn
nokkru sinni hafði áður komið.
Árið eptir fór eg að sýsla við vatnsveitingu á nesið fyrir neðan Bessa-
staðaána. Það var að sönnu komin lítilfjörleg byrjun á Framnesið, en
allt Útnesið, fyrir utan svokallaðan Vaðal, stóð þurrt og skrælnaði upp
þegar svo viðraði. Vaðallinn er gamall farvegur eptir ána, hún rann þar
fyrir aldamótin 1800. Svo settum við stíflugarð í Vaðalinn og svo var
vatnið fengið á Útnesið, Breiðumýri, Bakkastykki, Fífuhólmana, Seiga-
ker og Koppaker. Svo hlóðum við garð fram í Melakvísl, hérumbil á
landamerkjum milli Handborgarengis og Bessastaða, þó dálítið ofar, því
það hagaði betur efninu og marga smágarða út á Nesinu, og þetta vor
unnum við Einar minn Sigfússon á Stórabakka mest að þessu, og Eiríkur
Sigurðsson, sem fyrr getur. Eg fór opt af stekknum á kvöldin ofan á Nes
og lagði garðspotta fyrir vatn, þar sem að eg sá að með þurfti. Eg var
oftast frískastur til vinnu á kvöldin, því eg var fæddur með þeim ósköp-
um, að mér þótti gott að sofa á morgnana, var þessvegna heldur þungt
um frameptir degi, en náði þó aptur mínu, fengi eg að sofa framundir
dagmálin.
Svo komu til vinnufélögin í dalnum, við vatnsveitingar og annað. Þó
var minnst unnið af þeim á Bessastöðum, einn garður norður Breiðu-
mýrina, 160 faðma langur, knéhár, en það var unnið af heimamönnum,
svo mörgum hundruðum skipti, sem á að vera til í skjölum yfirmanna.
Og þama þurfti árlega í að standa, því áin eyðilagði svo opt verk mann-
anna og spurði aungan að, og margan dag hafði eg þar lúna og blauta
handleggi upp úr vatni.
Við Einar byggðum um vorið hlöðu sem tók 96 hesta af þurru útheyi,
og sperrureisti eg hana, því eg sá það mikið trjádrýgra, og var það víst