Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Síða 10
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 20096
Flýtibati – Hvað er það?
Með hefðbundinni meðferð við ristilskurðaðgerðir var sjúkrahúsdvöl yfirleitt
12 vikur. Fylgikvillar voru algengir og auk þess hrjáði þreyta sjúklingana í
allt að þrjá mánuði eftir aðgerð. Um 1990 komu dr. Kehlet og samstarfsfólk
hans í Kaupmannahöfn auga á þætti sem seinkuðu bata eftir skurðaðgerðir
(verki, vanstarfsemi garna og hreyfingarleysi) og skoðuðu þá í samhengi við
annað sem minnkar álag á líkamann við skurðaðgerðir (styttri fasta, léttari
svæfing, endurhæfing). Þau settu fram tillögu um meðferð sem flýtir bata og
sýndu fram á að samhæfa þarf marga þætti til að ná sem bestum árangri við
ristilskurðaðgerðir (Maessen o.fl., 2007). Síðar komu fleiri sérfræðingar frá
fimm löndum í NorðurEvrópu að þessari vinnu og úr varð „Enhanced recovery
after surgery“hópurinn (ERAS) (Fearon o.fl., 2005). Þá hafði slík meðferð
verið að mótast við Hvidovresjúkrahúsið í Kaupmannahöfn síðustu 10 árin.
Með reynslu Dananna að leiðarljósi samdi ERAShópurinn leiðbeiningar og
skilgreindi yfir 20 meðferðarþætti við ristilskurðaðgerðir (Maessen o.fl., 2007).
Þessi meðferð hefur verið kölluð flýtibatameðferð.
Flýtibatameðferðin felst í samtvinnun nokkurra atriða, svo sem verkjalyfjum með
sídreypi í utanbastlegg (epidural) eða staðbundinni deyfingu, minna inngripi í
skurðaðgerð, skammverkandi svæfingarlyfjum, virkri verkjalyfjameðferð um
munn og svo endurhæfingu með mikilli hreyfingu að aðgerð lokinni. Einnig að
fjarlægja þvaglegg og aðra íhluti sem fyrst og að sjúklingar byrji strax að drekka
og borða (Kehlet og Mogensen, 1999; Kehlet o.fl., 2006). Þá eru minni líkur
á ógleði, uppköstum og þarmalömun, starfsemi meltingarvegar kemst fljótt í
fyrra horf og sjúklingum batnar fyrr. Einnig hefur fækkað fylgikvillum á hjarta
og lungnastarfsemi sem rekja má til áhrifa meðferðar eftir ristilskurðaðgerðina
(ZargarShoshtari og Hill, 2008). Talið er að samsetning þessara atriða dragi úr
streituviðbrögðum sjúklinga og vanhæfni líffæra verði minni í kjölfar aðgerðar.
Þannig stuðlar þetta ferli að styttri legutíma og flýtir því að sjúklingurinn
Allir höfundar nema Auðna
starfa eða hafa starfað á
deild 12G á Landspítala.
BATNAR FyRR OG LÍÐUR BETUR
Meðferð sjúklinga sem fara í ristilskurðaðgerð
Að heyra sjúklinga sína segja: „Á nú að fleygja
manni út?“ vekur alltaf umhugsun og tilfinningu
um að umönnun þeirra hafi að einhverju leyti
verið ábótavant. Á skurðlækningadeild 12G
á Landspítala hefur verið tekin upp meðferð
sem gerir það að verkum að sjúklingum batnar
fyrr, líður betur og útskrifast þess vegna fyrr
heim. Hér verður sagt frá undirbúningi og
framkvæmd flýtibatameðferðar fyrir sjúklinga
sem fara í ristilskurðaðgerð. Einnig verður greint
frá niðurstöðum rannsóknar á líðan og endurbata
sjúklinganna.
Birna Jónsdóttir er
hjúkrunarfræðingur,
BS, og hefur diplóma í
krabbameinshjúkrun.
Björk Inga Arnórsdóttir
er hjúkrunarfræðingur,
BS, og hefur diplóma í
krabbameinshjúkrun.
Aðalbjörg Ólafsdóttir er
hjúkrunarfræðingur.
Dr. Auðna Ágústsdóttir
er hjúkrunarfræðingur og
verkefnastjóri á kennslu og
fræðasviði á Landspítala.
Inga Aðalheiður
Valdimarsdóttir er
hjúkrunarfræðingur, BS.
Hrefna Magnúsdóttir
er hjúkrunarfræðingur,
BS, og hefur diplóma í
krabbameinshjúkrun.
Hjördís Hjörvarsdóttir er
hjúkrunarfræðingur, BS.