Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Qupperneq 11
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 7 geti byrjað daglegar athafnir og fyrri iðju (Kehlet og Wilmore, 2002). Helstu atriði flýtibatameðferðar eru birtir í töflu 1. Fræðsla fyrir aðgerð er mikilvægur þáttur í flýtibatameðferð. Tilgangurinn er að auka þátttöku sjúklinga í meðferðinni, minnka kvíða þeirra fyrir hinu óþekkta, undirbúa þá fyrir aðgerðina og veita þeim leiðbeiningar sem geta flýtt fyrir bata (Fearon o.fl., 2005). Mælt er með að sjúklingar fái skriflegar og munnlegar upplýsingar. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar, sem fá góða fræðslu fyrir aðgerð, þurfa minna af verkjalyfjum og að fræðsla hefur áhrif til bóta á kvíða og öryggisleysi (Sjoling o.fl., 2003). Næring. Eitt af aðalatriðum í meðferð eftir ristilaðgerðir er að koma starfsemi meltingarfæranna í eðlilegt horf á ný svo að sjúklingar nærist fljótt eftir aðgerð og batni fyrr. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að fasta fyrir aðgerð er ekki sjúklingum í hag. Fasta hefur í för með sér niðurbrotsástand í líkamanum sem síðar leiðir til þyngdar­ og vökvataps (Kehlet og Wilmore, 2002). Með því að drekka kolvetnaríka drykki fram að tveimur tímum fyrir aðgerð má draga úr slæmum áhrifum föstu. Verkir, verkjastilling og hreyfing. Í flýtibatameðferð er lögð mikil áhersla á hreyfingu strax eftir aðgerð og er góð verkjameðferð þá grundvallaratriði (Kehlet og Wilmore, 2002). Hreyfing kemur í veg fyrir vöðvarýrnun, styrkir lungnastarfsemi, bætir meltingarstarfsemi og eykur súrefnisflæði til vefja. Hreyfing strax að lokinni aðgerð er þannig mikilvæg til að koma í veg fyrir ýmsa fylgikvilla. Það er forsenda fyrir styttri legutíma að sjúklingar hreyfi sig strax eftir aðgerðina (Fearon o.fl., 2005). Lengd sjúkrahúslegu. Mikilvægt er að fyrirhugaður útskriftardagur sé staðfestur við sjúklinga fyrir aðgerð. Sjúklingar, sem vita að þeir eiga að útskrifast tiltekinn dag, eru frekar tilbúnir þegar þar að kemur en sjúklingar sem eru í óvissu um útskriftaráætlun (Fearon o.fl., 2005). Samkvæmt flýtibatameðferð eru sett ákveðin viðmið til að meta hvort sjúklingur er tilbúinn til útskriftar. Hann þarf að vera nokkurn veginn verkjalaus, geta neytt fastrar fæðu, losað vind og hægðir, og færni hans til sjálfsbjargar þarf að vera sambærileg því sem var fyrir innlögn (Fearon o.fl., 2005). Upphaf og undirbúningur Tryggvi B. Stefánsson skurðlæknir kynntist flýtibatameðferð þegar hann starfaði í Västerås í Svíþjóð og tók upp að hluta starfsaðferðir dr. Kehlets á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Við sameiningu sjúkrahúsanna gafst tækifæri til frekari sérhæfingar og Tryggvi stýrði teymi lækna sem ákvað að taka upp starfshætti flýtibatameðferðar. Haustið 2002 stóð Tryggvi fyrir fræðslu­ fundum fyrir deild 12G, fyrir svæfinga­ og gjörgæslulækna, starfsfólk á vöknun, gjörgæslu, skurðstofum, inn skriftar­ miðstöð og einnig fyrir sjúkra þjálfara. Breytingin á starfi deildar 12G var að mestu leyti byggð á rannsóknum og fræðsluefni frá Danmörku og Svíþjóð (Kehlet og Mogensen, 1999; Smedh o.fl., 2001) sem var lagað að umhverfi og aðstæðum. Inga Aðalheiður Valdimarsdóttir hjúkrunarfræðingur tók að sér að stýra teymisvinnu á deild 12G, útbúa vinnugögn til notkunar á deildinni og undirbúa rannsókn á árangri. Auðna Ágústsdóttir, verkefnastjóri á kennslu­ og fræðasviði, aðstoðaði við rannsóknarvinnuna, Gunnar Skúli Ármanns son var fulltrúi svæfingalækna og Sveinn Hilmarsson sjúkra þjálfari sá um hluta sjúkra þjálfunar. Reglulega voru haldnir teymisfundir þar sem hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfari, svæfingalæknir og skurðlæknir lögðu á ráðin. Starfsfólki deildarinnar var skipt í þrjá vinnuhópa: hóp sem bjó til fræðsluefni fyrir aðgerð, hóp sem útbjó hjúkrunarferli og hóp sem útbjó fræðslubækling fyrir útskrift, samdi spurningalista fyrir símaviðtal og endurkomu til hjúkrunarfræðinga. Næringarráðgjafi útbjó leiðbeiningar um mataræði og næringardrykki sjúklingahópsins. Sjúkraþjálfari bjó til eyðublað þar sem sjúklingar skráðu hversu löngum tíma var varið í hreyfingu fyrstu þrjá dagana eftir aðgerð. Frekari fræðsla var veitt starfsfólki utan deildar, svo sem hjúkrunarfræðingum á innskriftarmiðstöð skurðstofu, vöknun og gjörgæslu. Að þessum undirbúningi loknum var hafist handa við verkefnið. Haustið 2003 gengust fyrstu sjúklingarnir undir ristilaðgerð þar sem fylgt var svokallaðri flýtibatameðferð. Vorið 2004 fór níu manna hópur hjúkr­ unarfræðinga, sjúkraliða og svæfinga­ læknis á ERAS­ráðstefnu í Stokk hólmi þar sem fjallað var um flýtibatameðferð. Tafla 1. Þættir í flýtibatameðferð. Fyrir aðgerð Í aðgerð Eftir aðgerð Ýtarleg fræðsla til sjúklinga Útskrift undirbúin Sérsniðin svæfing með utanbastlegg í brjóstholsbil (thoracic). Skammverkandi svæfingarlyf Verkjalyf án ópíóíða Varnandi sýklalyfjagjöf Hátt hlutfall súrefnis í innöndun í svæfingu Þvagleggur fjarlægður sem fyrst Stutt fasta en kolvetnaríkir drykkir þar til 2 klst. fyrir aðgerð Takmarka vökva Stöðluð hægðalosandi meðferð Engin úthreinsun Stuttir skurðir Næring aðgerðardag Engin lyfjagjöf fyrir aðgerð (premed) Magaslöngur og kerar ekki stöðluð meðferð Krefjandi endurhæfingarmeðferð (Zargar­Shoshtari og Hill, 2008)

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.