Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Page 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2009, Page 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 85. árg. 2009 13 að standa fyrir vinnustaðafundum um sérstök málefni ef viðkomandi svæðisdeild eða einstakir félagsmenn óska þess. Trúnaðarmanni ber að kynna félagsmönnum stöðu samningamála þegar tilefni er til, annast fundarboð og sjá um atkvæðagreiðslu í félaginu á viðkomandi vinnustað eða svæði. Það ekki að furða ef einhver hefur dregið sig í hlé eftir að hafa lesið allt þetta! Reyndar er sumt af þessu framkvæmt þannig að skrifstofa félagsins eða svæðisdeild kallar til fundar, til dæmis til þess að upplýsa um gang mála í samningum. Þá eru atkvæðagreiðslur yfirleitt framkvæmdar af skrifstofu FÍH. Á móti skyldum sínum hefur trúnaðarmaður ákveðin réttindi samkvæmt lögum. Fyrst ber að nefna rétt til þess að rækja skyldur sínar í vinnutímanum. Vinnuveitandi á jafnvel að leggja til vinnuaðstöðu en það er því miður sjaldan gert. Þá á trúnaðar maður að fá að vita um lausar stöður, hvernig er staðið að því að ráða í þær og hver ráðningarkjörin eru. Hann hefur rétt til að sækja þing, fundi og ráðstefnur sem samsvarar allt að einni viku á ári. Ef hann á sæti í samninganefnd eða tekur þátt í svipuðum verkefnum tengdum kjarasamningagerð á hann að fá leyfi til þess að sinna því. Allt þetta getur hann gert án skerðingar á reglubundnum launum. Trúnaðarmaður á Landspítala segir frá En hvernig er þá að vera trúnaðarmaður? Tímarit hjúkrunarfræðinga talaði við Evu Hjörtínu Ólafsdóttur, aðaltrúnaðarmann á LSH. Hún vinnur á deild A7 og var beðin um að vera trúnaðarmaður þar 2006. Hún hafði svolitla reynslu því hún hafði áður verið trúnaðarmaður í Hveragerði. Þegar aðaltrúnaðarmann vantaði á Landspítala bauð hún sig fram. Trúnaðarmannsstarfið segir hún mikið ganga út á að koma upplýsingum á fram­ færi. Að vísu hefur margt breyst síðustu ár og nú getur fólk fundið flestar upplýsingar um kjaramál á netinu. Hennar hlutverk sem trúnaðarmaður verður þá að gefa frekari útskýringar og leiðbeina. Hún segir að félagsmenn gætu nýtt sig trúnaðarmennina betur. Oft hringja hjúkrunarfræðingar beint í félagið þegar betra hefði verið að spyrja trúnaðarmanninn. Hann geti oftast gefið svar við spurningunni og stundum betra svar því hann hafi staðbundna þekkingu sem starfsmenn félagsins hafi ekki alltaf. „Annað mikilvægt verkefni fyrir trúnaðarmanninn er að styðja við félagsmenn þegar upp koma vandamál,“ segir Eva. „Þá er gott að vera ekki einn, til dæmis á fundi með yfirmanni.“ Viðkomandi geti þurft að bera fram kvartanir eða yfirmaðurinn geti verið að hugsa um að veita áminningu. Sem trúnaðarmaður hefur Eva Hjörtína tengsl bæði við félagsmenn, við félagið og við stjórnendur og hefur oft vitneskju sem er ekki á allra vitorði. Hún hefur þess vegna getað leiðrétt misskilning og borið til baka sögusagnir. Það er mikilvægt að til staðar sé trúnaðarmaður á deildinni og hjúkrunarfræðingar þurfi að tryggja að svo sé. Hver er þá kosturinn við að vera trúnaðarmaður? „Sem trúnaðarmaður kynnist maður fullt af skemmtilegu fólki, bæði fólki af öðrum sviðum og fólki í öðrum stéttarfélögum. Maður verður smám saman vel að sér í kjaramálum, og það getur líka komið sér vel persónulega, og aflar sér alls kyns þekkingar. Í starfinu hef ég einnig kynnst betur stjórnendum þar sem ég er tengiliður milli stjórnenda, félagsins og félagsmanna,“ segir Eva Hjörtína að lokum. Eins og Eva Hjörtína segir er mikilvægt að á deildinni sé ávallt trúnaðarmaður og þegar hann hefur verið kjörinn er einnig mikilvægt að tilkynna félaginu um það. Það má gera annaðhvort með því að hafa samband við svæðisdeildina eða beint við skrifstofu FÍH. Þetta er mjög brýnt þar sem félagið verður að tilkynna vinnuveitanda nafnið. Vinnuveitendur verða að hafa rétt nöfn trúnaðarmanna til að tryggt sé að trúnaðarmenn geti sinnt starfi sínu og til að laun þeirra verði ekki skert þegar þeir sækja fundi eða námskeið á vegum félagsins. Trúnaðarmenn starfa samkvæmt lögum félagsins á vegum svæðisdeildar frekar en á vegum stjórnar félagsins. Þetta hefur virkað ágætlega á landsbyggðinni en ekki í Reykjavík. Með nýjum lögum, sem samþykkt voru á aðalfundi 2008, munu svæðisdeildir félagsins styrkjast og fá nýtt hlutverk. Líklega mun þetta einnig hafa áhrif á hlutverk trúnaðarmanna. Nú er vinnuhópur að útfæra nánar hlutverk svæðisdeilda og málið verður svo rætt á næsta aðalfundi sem er 12. maí nk. Hver er trúnaðarmaður þinn? Trúnaðarmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga eru yfir 100 talsins, þar af yfir 70 á höfuðborgarsvæðinu, þannig að ekki ætti að vera langt í þinn trúnaðarmann. Samkvæmt starfsreglum hans ættir þú að hafa hitt hann þegar þú byrjaðir á núverandi vinnustað. Ef þú ert ekki alveg viss um hver er trúnaðarmaður þinn getur þú spurt deildarstjóra þinn eða hjúkrunarfræðing á deildinni. Nöfn trúnaðarmanna er einnig að finna á vef félagsins.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.